Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1961, Page 9

Muninn - 01.03.1961, Page 9
Þjónninn hafði glott til mín fannhvítum tönnum og sópað halabrot að eðlunni, blóð- slettur og skinnflyksur upp af gólfinu. Og á eftir hafði hann hlegið. Eg kastaði upp, mér hafði heyrzt eðlan stynja, þegar sóp- urinn skall á henni. Köngullóin stanzaði. Eg starði á hana eins og dáleidd. Ef til vill var J^að ekki bit hennar, senr ég óttaðist, heldur þessir ið- andi, loðnu fætur, sem gátu þotið áfram, eða mjakazt með ískaldri ró. Eitrið var fast við hönd mína, og allt í einu hélt ég á sprautunni. Ég þrýsti á belg- inn, hvítt rykið þyrlaðist banvænt úr henni og lagðist eins og dúnlétt ský yfir köngul- lóna. Hún stóð kyrr nokkrar sekúndur. Svo Jraut luin af stað, upp rúmfótinn. Skórnir fyrir framan rúrnið voru með hörðum, breiðum gönguhælum. Ég þreif annan og lét hann skella á köngullónni. Það heyrðist lágt marr, og ég lét hann detta á gólfið. Köngullóin var dauð. Lífi var lok- ið. Og hvað um það? Frammi var samtal þjónanna hljóðnað, og annar þeirra gekk mjúkum skrefum fast við herbergisdyr mínar. Inni í herberginu var köngullóin dauð, frammi á ganginum gekk svartur nraður. Til eru staðir, þar sem líf hans væri ekki metið meira en köngul- lóarinnar. Og þó svalar næturskugginn honum, og regnið fellur í lófa hans. Það var farið að hvessa úti, og ég vissi, að þá yrði morgundagurinn svalari. Ef til vill regn .... J. B. STAKA Eftir fárleg fyllirí feigra vona minna dásemd væri að drukkna í djúpi augna þinna. T. GÖMUL ÁST Hér kemur lítið kvæði um konu, sem ég unni, um konu, er heitt ég unni. En ást mín stóð sem annarra á æði veikum grunni. Mig dreymdi margar nætur um dásamlegar stundir. Mig dreymdi um sælustundir. f innsta hólfi hjartans geymast okkar ástarfundir. Því fyrsta æskuástin var ástin rétta eina, var ástin sanna eina. Þá fannst mér oft og einatt, að ég aðra fyndi ei neina. En varið ykkur drengir, sem elskið ungar hnátur, sem elskið fagrar hnátur. Það verður aldrei annað en opið sár og grátur. Þú varst minn æskuengill. Þú engill bjartra vona. Þú engill stórra vona. En núna ertu orðin útgerðarmannskona. Kristinn Jóhannesson. M U N I N N 61

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.