Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1961, Page 10

Muninn - 01.03.1961, Page 10
SUM ARÁSTIR Við skulum kalla hann Helga. Það skipt- ir ekki svo miklu máli, hvað hann heitir, hann líkist bæði mér og þér, og kannski líkist hann engum. — Það er sumarmorgunn, og sólin hefur þeg- ar þerrað dögg næturinnar. Helgi liggur í lítilli laut, sem ilmar af lyngi og blágresi. Við lilið hans liggur sofandi stúlka. Andlit hennar er saklaust og frítt. Það er íslenzkt stúlkuandlit. Hún iiggur þétt að líkama hans, og önnur hendi hennar hvílir á brjósti hans. Þegar liann vaknaði í morgun, þorði hann í fyrstu ekki að líta á liana. Hann góndi upp í himinblámann, og óljós grun- ur um, að himinninn í dag, væri öðruvísi en í gær, kom honum til að brosa. Svo leit hann á stúlkuna, og eitthvað innan í honum hrópaði upp af aðdáun. í sömu andrá vissi hann, að þessari sýn myndi hann aldrei gleyma. Þessar rnjúku boglínur líkamans, þessi langi, hvíti háls, fegurð og sakleysi andlitsins, sem hann gat ekki lýst, en skynj- aði samt í lotningarfullri aðdáun. Þetta var allt nýtt og undarlegt fyrir hann, en hríf- andi, óendanlega fallegt. í gær hefði hann hlegið og hæðzt að slíkum tilfinningum, en nú var eins og allar hugmyndir hans frá í gær hefðu yfirgefið hann. Hann var eins og ókunnugur maður í annarlegri veröld. Þetta var veruleiki og samt draumur. Hann horfði á stúlkuna í þögulli hrifningu. Hann fann til sektar. Það var skrítið, hann langaði til að gráta, hann vissi ekki af hverju, hann hafði aldrei verið hamingjusamari. Hann minntist þess, að einu sinni hafði drukkinn skipsfélagi hans grátið, vegna þess að eigin- kona hans hafði orðalaust fyrirgefið honum ótryggð. ,,Hún er svo góð,“ liafði hann sagt. „Hún er fallegasta kona, sem ég þekki.“ Síðan hafði þessi rnaður aldrei yrt á hann aftur. Það var eins og hann skammaðist sín, og þó hafði hann ekkert til að skammast sín fyrir. Maður finnur svo sárt til srnæðar sinnar frammi fyrir hinu fagra og sanna. Helgi var truflaður í þessum hugleiðing- um við það, að hendi stúlkunnar fór að hreyfast á brjósti hans. Hún var að vakna. „Halló,“ sagði hann og horfði í nývöknuð augun. „Halló,“ sögðu augun, eftir að hafa rannsakað augu hans andartak. Svo brostu þau. Þau voru blá. Hann kyssti hana á háls- inn, lengi og heitt. Urn hádegisbilið sátu þau enn í lautinni. „Finnst þér svona gaman að kyssa mig?“ spurði hún. „Já,“ svaraði hann og brosti. „Það er ekkert eins gaman.“ „Eg skal kyssa þig,“ sagði hún. „Ég skal kyssa þig einhvers staðar, ef þú lokar augunum. Ég veit, að þú vilt, að ég kyssi einhverntíma fyrst.“ „Nei,“ sagði hann og hló. „Þú þarft ekki að kyssa mig.“ „Ég elska þig. Ég vil gera allt. Þá veiztu, að ég elska þig. Þá er ég stúlkan þín.“ „Nei,“ sagði hann aftur, „þú þarft ekki að kyssa mig. Þú ert stúlkan mín.“ „Þú hefur kysst margar? Er það ekki?“ „Þú ert stúlkan mín.“ „En þú hefur kysst margar.“ „Ég hef ekki kysst neina eins og þig.“ „Þú ert svo góður!" Hann hallaði sér aftur á bak í lyngið og dró hana að sér. Hún sleit upp strá bak við höfuð hans og beit hugsandi í endann á því. „Helgi,“ hvíslaði hún hikandi og lagði höfuðið á öxl hans. „Já?“ „Finnst þér ég vera falleg?“ Hann hló lágt og tók um höfuð hennar. Hún horfði stundarkorn feimin ofan í hálsmálið á skyrtunni hans, en leit svo hikandi í augu hans. Þau voru góð. „Þú ert fallegasta og bezta stúlkan í veröldinni." „Þú ert líka sætur,“ sagði hún, barnslega glöð. „Þú ert svo sætur.“ Hann hlustaði, án þess að hlusta og skildi, án þess að lreyra. Skyndilega varð hann alvarlegur. „Viltu giftast mér?“ spurði hann, og hver 62 M u N I N N

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.