Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1961, Side 18

Muninn - 01.03.1961, Side 18
sem áður er getið. í blöðum birtust ýmsar eftirminnilegar greinar eftir Björgvin, en margt af því, sem hann skrifaði, mun þó aldrei liafa komið fyrir almenningssjónir. Okkur, gömlum norðanmönnum, sem sungum í Karlakór Menntaskólans og Kant- ötukórnum, verða tvö einkenni á listsköp- un Björgvins Guðmundssonar og verkefna- vali efst í huga. Annarsvegar var f jölskyggni hins menntaða manns, er framazt hafði með erlendum þjóðum og séð of veröld hverja í bulduheimum tónlistarinnar. Á hinu leit- inu stóð íslendingurinn með beiskt skop og forneskju þjóðsögunnar á hraðbergi, en við- kvæmni strengleiks og Máríuvísu í leyndum stað. Að baki öllu sló heitt hjarta snillings- ins. Slíkur var Björgvin sjálfur. Óstýrlátt lunderni hans og sundurleit viðhorf, er samræmd voru af ríkri nrannúð og styrkum vilja, mótuðu þá skuggsjá tónlistar hans, sem við mátum næst sjálfri henni. Skaphit- inn var ávallt hinn sami, í hvern farveginn sem liann féll, og jafnan nægði hann til að bræða utan af framkomunni allan hræsnis- hjúp. Þar var aldrei af undirhyggju mælt. Reiðin gat verið þungbær, glaðværðin lireif alla með sér, og hlýjan, sá eiginleiki, sem Björgvin átti sterkastan, yljaði sextán ára stráklingum um hjartaræturnar svo að seint mun úr minni líða. Það var dýrmæt reynsla fyrir okkur skóla- pilta að kynnast slíkum manni. Ef til vill eigum við aldrei framar svipaðra kosta völ. Dýrmætar voru okkur söngæfingarnar í litlu kapellunni undir Akureyrarkirkju, og ekki verða léttari á metunum samveru- stundirnar á heimili Björgvins, en þangað var hver meðlimur kórsins jafnan velkom- inn. Stöku sinnum komum við þangað allir, oftar þó fáir saman, einsamall kom ég þar tfðum og fæ aldrei fullþakkað Björgvin og Hólmfríði konu hans þá alúð, sem brokk- gengur skólanemi varð aðnjótandi. Á þeim stundum kom þar oft tali okkar Björgvins, að við ræddum Austfirzk efni, en tryggð hans við átthaga sína var einstök og þekk- ing hans á sögu fjórðungsins og staðháttum hin haldbezta. Hver hinna rnörgu þátta í tónlist Björg- vins og hátterni var okkur nemendum hans kærastur? Mátum við mest Friðarbæn Kant- ötukórsins, eða stendur okkur ef til vill næst hjarta minningin um smálagið „Tví- sýnt skrafað“, eða „Drauginn" eins og við vorum vanir að nefna það, lagið sem við ár eftir ár kröfðumst að fá að syngja og sögð- um á reiði okkar ella? Hvort féllu okkur betur þrumuræður Björgvins og markviss- ar athugasemdir, þegar ærsl okkar og eftir- tektarleysi keyrði úr hófi, eða kátína hans og nærfærni, er betur var látið? Þessu verð- ur seint svarað. En víst er um það, að hvergi hef ég verið í flokki, sem af óbrigðulla dá- læti fylgdi sínum fyrirliða á hverju, sem gekk. í upphafi þessara orða drap ég á gjafir, sem enginn fær endurgoldið. — Að sleppt- um þeim gjöfurn, sem Björgvin gaf okkur skólanemum í Menntaskólanum á Akur- eyri og öðrum þeim, sem kynntust honum sjálfum, að slepptum þeim áhrifum, sem liann hafði á okkar ómótuðu hugi og við fáum að njóta um alla framtíð án þess að geta nema að litlu leyti miðlað öðrum af þeirri auðlegð okkar, að slepptum þessum staksteinum, sem hvert mannsbarn í mis- jöfnum mæli lætur eftir sig við veginn, sem það fer, fól Björgvin okkur í verkum sínum þann loga, er ekki mun aðeins lýsa okkur, heldur einnig afkomendum okkar mann fram af manni. Og þær draumsýnir, sem hófu Björgvin Guðmundsson ofar miðl- ungsmennskunni og knúðu hörpu hans til sköpunarinnar, einnig þær munu tala til afkomenda okkar úr verkum hans, gera þá að betri mönnum, bera þeim hinn eilífa boðskap listarinnar um umsköpun mann- kynsins og sókn þess á vit fullkomnunarinn- ar, — um hina æðstu guðsdýrkun. Slíkir menn eiga góða heimvon. Heimir Steinsson. 70 M U N I N N

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.