Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1961, Page 21

Muninn - 01.03.1961, Page 21
OPIÐ BREF TIL EINARS G. PÉTURSSONAR Elskulegi hr. E. G. P.! Það var spurningasalur um daginn. Og þó að hann væri óvenju daufur og leiðin- legur, eins og nú orðið tíðkast, entist hann stöku manni til að koma á framfæri brenn- andi spurningum eða láta sér mistakast að vera fyndinn. — Ég skal játa, að þegar mér barst til eyrna þín hógværa og hjartnæma spurning, skildi ég ekki í fyrstu, hvar fiskur lá undir steini. En svo „kviknaði á per- unni“, og ég minntist þess, að í E tbl. 33. árg. Munins var þín lítil.lega getið í Lausa- vísnaþætti. Dró ég þar af þá ályktun, að þér hefðu orðið 5 lausavísur tilefni til að beina til mín svohljóðandi fyrirspurn á eftir sex- yrtum og ofurvirðulegum ávarpslið, sem hér verður rúmsins vegna að fella framan af: „Er skólablaðið Muninn einkum og sér í lagi (leturbreyting mín) vettvangur fyrir persónulegar svívirðingar um einstaka menn? Æskilegt væri að fá svar við þessari spurningu. Einar G. Pétursson.“ Nú mun Jrað venja að svara oftast nær þeim spurningum, sem undirritaðar eru fullu nafni. Og þar sem spurningin snertir blaðið og ýmsa fleiri aðila ekki síður en mig jaersónulega, auk þess, sem þú æskir ein- dregið svars, skal ég gera þér það til geðs að nota mér andsvarsréttinn í blaðinu. Raunar efaðist ég og efast enn um, að vís- urnar gefi réttmætt tilefni til svo þraut- hugsaðrar fyrirspurnar, sem að framan greinir, enda hef ég ekki heyrt nema einn mann mæla henni bót. En þeim hinum sama hurfu víst nærbuxur vestur á landi einhvern tíman í vor, og kann ástæðan að vera sú. En Jrað er önnur saga. — Nei, þess er víst hvergi getið í lögum Munins, að honum sé ætlað Jrað hlutverk að vera „einkum og sér í lagi vettvangur fyrir persónulegar svívirðingar um einstaka menn,“ og ég viðurkenni ekki, að hann sé það eða hafi verið a. m. k. í seinni tíð, enda ekki verið undan því kvartað. Mér bárust þessar vísur í hendur á lausum blöðunr ferðafélaga Jrinna frá því í vor, sem mér var leyft að nota, þegar þátturinn var sanr- an settur. Þær gengu rétta boðleið átaka- laust, ritnefnd og ábyrgðannaður, senr gæddur er ríku skojrskyni, höfðu ekkert við þær að athuga. Og einn góðan veðurdag gátu þeir lesið, sem vildu. Og mér þykir ótrúlegt, að yfirkennarann, sem varpaði þeim fram — utan einni — á léttúðarfullu augnabliki í þessari skemnrtiferð um Vest- urlandskjördæmi, hafi fyrr eða síðar boðið í grun, að þær yrðu til að valda þessum öldugangi í sál þinni. Ég veit h'ka, að hann lrefur gert sér far unr að sjá broslegu hlið- arnar á tilverunni, meðan bært er, og „það er þó alltaf búningsbót að bera sig karl- mannlega." En Jretta er ykkar mál, og ég skal víkja aftur að mínunr þætti í þessari hryggilegu „katastrófu“. Persónulega finnst mér þessar vísur ósköjr saklausar og fjarri lagi að gera þeim svo hátt undir höfði að kalla þær „persónulegar svívirðingar." En svo er margt sinnið sem skinnið, og Jrað hlýtur alltaf að verða matsatriði, hvað kalla skal „persónulegar svívirðingar." Það kynni að vefjast fyrir dómstólunum ekki síður en úrskurðirnir um klám og ekki klám. Nú er svo mál með vexti, að engum, sem fór hönd- um um þessi vísnakorn, þótti líklegt, að Jrau yrðu ojrinbert umræðuefni, þó að þér þætti hins vegar mælirinn fullur, þegar Jrau birtust. Og víst skal viðurkennt, að sitt er hvað að veita höggið og verða fyrir Jrví. Samt skal ég benda Jrér á það til gagns og gamans, að í jólablaði Munins var undir- ritaður og ýmsir fleiri borinn Jrungum sök- um, m. a. kallaður „lands- og þjóðarplága," ef ég man rétt; ég nenni ékki að fletta ujrjr á því. Gæti ég trúað, að þér þætti þetta M U N I N N 73

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.