Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1961, Side 22

Muninn - 01.03.1961, Side 22
jaðra við „persónulegar svívirðingar,“ jró að við í ritnefndinni létum það líða um dal og 'hól. Og sakar þá ekki að geta þess, að fæstir munu líta á allt sem grómlausan sannleik, sem gárungarnir varpa fram í lausavísnaþáttum Munins. Hefði okkur þó átt að vera í lófa lagið að koma í veg fyrir birtingu Jress. En úr því að ég er farinn að gera sanran- burð og kannski kominn út fyrir efnið, skýt ég því að þér, að það er heillavænlegur og góðtir kostur, sem auðveldar samskipti manna og daglega umgengni, að kunna að taka gríni. Gott skopskyn og auga fyrir broslegum duttlungum örlaganna er giftu- drjúgt veganesti. Og einhverjir skemmti- legustu menn, sem ég hef kynnzt, hafa átt það sameiginlegt að kunna að brosa um- burðarlyndu skilningsbrosi, sem brá góð- legum svip yfir andlitið, þegar svo bar und- ir. Manni hlýnar oftast um hjartaræturnar af að hugsa til þeirra. Aftur á móti er sanni næst, að þeir munu færri en hinir. Ég er í hjarta mínu ákaflega hlynntur þeim orðum skáldsins, að höfð skuli aðgát í nærveru sálar. Og af því að ég veit, að við erum víst öll með jjeim ósköpum fædd að eiga í djúpum hjartans „örlítið leynihólf innst,“ sem er þó það minnsta, sem hægt er að eiga í friði, þykir mér leitt, ef ég hef sært þig með því að stuðla að birtingu vísnanna. Sé svo, bið ég þig afsökunar af einlægum hug. En hitt get ég ekki fallizt á, að Mun- inn þurfi að bera hönd fyrir höfuð sér og biðjast afsökunar, né heldur, að ég hafi gerzt svo sekur um að birta „einkum og sér í lagi persónulegar svívirðingar um einstaka menn“ vegna aðstöðu minnar í ritstjóra- starfi, að ég þurfi að segja af mér. Og þar við situr. — Reyndar er ég ekki í vafa um málalokin. Engan mann veit ég hláturmildari af engu tilefni en Einar Gunnar Pétursson. Og ef hann sættist við mig, jiegar hann er búinn að lesa j^etta bréf, vona ég, að við getum báðir hlegið hjartanlega hvor með sínu nefi að þessari „comédie humaine," sem ég ásamt fleirum varð uppvís að að setja á svið í 1. tbl. Munins í haust. — En — allur er varinn góður. Ef E. G. P. er mér reiður enn, má hann skrifa mér opið bréf. Og svo framarlega sem „persónulegar svívirðingar um einstaka menn“ keyra ekki úr hófi, skal ég sjá svo til, að það fáist birt. Með kærri kveðju og ]x>kk fyrir send- inguna. Hjörtur Pálsson. EIIT KLASSÍSKT YRKISEFNI í logndrífu, myrkri og mikilli ófærð lagði maður á heiðina. Með hest í taumi og hund, sem fylgd’onum hálfa leiðina. Og hundurinn vísaði veginn heim, unz hann villtist í giljunum, Eftir það studd’ann sig stöðugt við hestinn í stóru byljunum. En ekkert stoðað’ og ein beið konan hjá ísuðu síkinu. Því uppi á heiði stóð hesturinn yfir helfrosnu líkinu. Kristinn Jóhannesson. Um daginn og veginn (Framhald af bls. 72.) lífsreynslusögur, því þá ekki að skrifa fyrir það léttar, göfgandi ástar- og lísreynslusög- ur í stað þesarra klámkenndu, klúðurslega skrifuðu rita, er nú fást, og eru aðeins til jaess fallin að vekja hjá lesendum lágkúru- legar hugsanir. Á þetta vaflaust mjög stór- an þátt í óheillavænlegri lausung æskunnar. Samt er mesta furða, hvað unga fólkið held- ur heilsu miðað við Jtá andlegu fæðu, sem J^að neytir. Mikael Mikaelsson. 74 M U N I N N

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.