Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 24

Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 24
En hann andvarpaði: Og ég hélt mig eiga þig allra beztan vina. Rögnvaldur kvað til Sigurðar Bernharðs Guðmundssonar, sem lét dósirnar ganga: Á nikótíni nærir oss, neyðin skín úr svörum. Sigurð brýnir sætur koss af silkihlínarvörum. Og til Borsteins: Þorsteinn gengur steinlögð stræti, stillir lítt sinn æskuþrótt Kannski varla kann sér læti, kyssa mun hann víst í nótt. Þ. G. kvað: Dagar kaldir drepa lund, dvínar andans máttur. Það að yrkja stund og stund stráka er garnall háttur. Kristinn hafði botninn svona: Einn ég sit hjá hljóðri hrund, hýr og elskusáttur. Reynir kveður til Davíðs: Verður nautnum víst að bráð, veikist karakterinn. Góðan mann og girndarráð gleypir kvennaherinn. Og Hjörtur til Davíðs: Hefur nettar saman settar sautján bögur, Davíð glettinn, litlar, léttar lygisögur. Davíð svaraði: Enga lygi látið hef leka út í salinn, sannar aðeins gjafir gef, góður maður talinn. Óttar og Kristinn fóru að karpa. Sá fyrr- nefndi sendir tóninn: Kristinn aldrei fær sér frí við fljóðið uppábuna. Svakalega syngur í Svarfdælingnum núna. Og Kristinn svaraði um hæl: Þér s'kal, Óttar, gjalda gullið góða frá því hér um daginn. Þér ég sendi Sónarfullið, sit þú nú og hlýð á braginn. Flykktust að mér fjanda sveitir, flaug í rnarkið háðið skarpa. Leir í allar áttir þeytir Óttars falska Ijóðaharpa. Óttar magnar sendingu: Kristinn lengi sveittur sat, sárt á rassi marinn. Látið frá sér loks þó gat leirinn samanbarinn. Þessu lýsir þjóðleg vísa, þegar skvísan birtist snör, Kristin fýsir hana að hýsa, hárin rísa á efri vör. Kristinn átti síðasta orðið: Gerist Óttar grimmur, snöggur, grípur skensið liátt á lofti. Enn í drengnum til er töggur, tungan dansar í hans hvofti. (Framhald á bls. 78) 76 M u N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.