Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1961, Side 25

Muninn - 01.03.1961, Side 25
TUNGL Tunglið var komið upp og stafaði mildri birtu yfir garðinn. Fíngerð lauftrén voru döggvuð eftir regnið, og það stiindi á bein- vaxna stofnana í tunglskininu. Himinninn hvelfdist yfir trjákrónunum hreinn og tær eins og gler og fullur af unaðslegu, skæru ljósi. En jörðin og allt, sem henni tilheyrði, livíldi í bláum skugga, eins og sveipuð heið- arbláma, og iangir skuggar trjánna teygðu sig yfir bugðóttan stíginn. Hún: „En hvað tunglskinið er fallegt. Finnst þér það ekki líka? Og allar þessar glitrandi stjörnur í kring.“ Hann: (er í stærðfræðideild) „O jæja, það er svo sem snoturt, annars er ég nú ekki vanur að gera mér rellu út af svoleiðis hé- góma, en hinsvegar viðurkenni ég, að tæknilega séð, þá mun í framtíðinni verða mögulegt að hafa af því ýmiss konar not, t. d. sem stökkbraut til annarra hnatta.“ (Hann hafði nýlega hlustað á fyrirlestur í útvarpinu). Hún hrifin: „Að hugsa sér, en hvað þú ert gáfaður. Ó, þú verður að segja mér allt um það.“ Og svo segir hann henni allt um tunglið. En hún er svo ung, að hún þorir ekki að segja honum, að eiginlega hafði hún nú lítið hugsað um tunglið fyrr, en einhvern- veginn hefði henni alltaf fundizt það eins og gamall, vitur afi í framan. Auðvitað vissi hún, að það var enginn karl í tunglinu, en samt. Það hafði andlit. En hann var þolinmóður. Hún var nú hvort sem er bara stelpa, en reyndar skoll- ans ári falleg stelpa, og honum þótti ekki nema gaman að fræða hana svolítið í stjömufræði. Og honum hlýnaði um hjartaræturnar við aðdáun hennar. Aldrei hafði hann haft svona áliugasaman hlustanda fyrr. Hann: „Já, sjáðu nú til. Þú verður að skilja J^að, að tunglið er ekkert dularfullt eða rómantískt fyrirbæri til að sýna ferða- mönnum landslagið á kvöldin. Þvert á móti. Það er allt sannað um tunglið. Tungl- ið er einfaldlega hnöttur, sem snýst eftir sporöskjulagaðri braut umhverfis jörðina og snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni. Þar er ekkert nema gróðurlausar auðnir og nak- in fjöll. Ég get meira að segja séð fjöllin í kíkinum uppi í vist.“ Hún: „En sjáðu bara. Tunglið er nú dá- lítið ævintýralegt núna í kvöld, þó að það hafi ljót fjöll í kíki. Finnst þér það ekki?“ Hann bandar hendinni óþolinmóðlega. Hann verður að koma henni í skilning um, livað tunglið raunverulega er. Hann Jrolir ekki, að hún gangi með Jressar heimskulegu grillur í kollinum. Hann blátt áfram má ekki láta Jrað viðgangast, en hann verður að fara skipulega að því og með gætni. Hann má ekki særa hana. Hann: „Já, en vina mín, þú verður að líta á sannleikann, eins og hann er í raun og veru, og -hann er ekki síður eftirsóknarverð- ur. Eftir nokkur ár, það er ekki nema tíma- spursmál, förum við að fljúga alla leið til tunglsins, og þá verður farið að vinna Jrar alls konar málma úr jörðinni, mönnunum til nytsemdar. Heldurðu, að þér þætti ekki gaman að skreppa snöggvast til tunglsins?“ bætir hann við í gamni. Hún, áköf: „En hinumegin. Hvað ætli sé þá hinumegin við mánann? Hvað er það, sem snýr honum? Það er ekki sannað. Er Jrað?“ „Ó, ég er viss um, að það er eitthvað dá- samlegt, sem enginn hefur hugmynd um, hvað er. Kannski eru það litlir, hvítir engl- ar, sem rúlla mánanum um himininn eða einhverjar ósýnilegar verur eða jafnvel guð sjálfur, sem stýrir því. Heldurðu það ekki líka?“ Það varð þögn. MUN'IN'N 77

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.