Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1961, Page 26

Muninn - 01.03.1961, Page 26
Ungi efnishyggjumaðurinn var að hugsa. Lífið getur stundum verið mjög erfitt fyrir unga menn, sem eru nýbyrjaðir að hugsa. Hvaða afl er það, sem snýr tunglinu? ÍÞetta virtist allt svo augljóst og skynsamlegt, þeg- ar kennarinn útskýrði það í kennslustof- unni, en í kvöld var eitthvað öðruvísi en vant var. Af hverju stafaði þessi undarlega birta. Og, en hvað stúlkan hans var nú ann- ars falleg, svo ung og hrifin af lionum og tunglinu reyndar líka, hugsaði liann með sjálfum sér, um leið og hann kyssti hana, og henni fannst, að aldrei hefði hún getað ímyndað sér neitt svona rómantískt. Svo héldu þau heim á leið og skildu eftir him- ininn, stjörnurnar og tunglið, sem kímdi með sjálfu sér. Gigi. SKÁLKSLEGAR ÞÝÐINGAR Á HÆNI Að morgni hvers dags með von ég vakna, ó, vonandi hún komi í dag. Að kveldi á rúmið ég sezt og sakna, mín sæta kom ei í dag. Uin nætur það sorgar er mér efni, þá einn ég kúri við þil. Hálfur í draumi og hálfur í svefni ég hengslast að degi til. Á sólríkum sumarmorgni um svalan garðinn ég fer. Þar hvíslandi bærast blómin, en bleikur og þögull ég er. í meðaumkun bærast blómin: þú, bleiki og þögli ver, mátt ekki hata hana, því hún vor systir er. T. Lausavísnaþáttur (Framhald af bls. 76) Enn lifði í glæðunum ntilli Þingeyinga og Reykvíkinga: Reykjavíkurrónarnir reynast fæstir góðir enn. Dirfast vilja dónarnir að dikta um andans heiðursmenn. Reykvíkinga renna á raunalegar grímur tvær. Hjá þeim jafnan fátt mun fá fagur Akureyrarbær. En Rvík svaraði fyrir sig: Þótt yrðu skotmark okkar lestir oft í bragarsmíðinni, Þingeyingar urðu flestir úti í 1 jóðahríðinni. Eitt er landið, ein vor trú, ein vor tunga og bræðravandi. Þingeyingar þykjast nú þjóðarbrot af Norðurlandi. Atburðir síðustu daga urðu einhverjum að yrkisefni: A kennarastofunni hvarf víst í gær kvenskór einn lítill og fagur. Geiflaður, snúinn með galopnar tær, Oh! ,,God save the Queen“ — en sá dagur! Muninn þakkar hagyrðingum búsílagið. Ekki verður meira kveðið að sinni. M U N I N N (Jtgefandi: Málfundafélagið Huginn Ritstjóri: Hjörtur Pálsson Ritncfnd: Þorsteinn Geirsson, Bjöm Teitsson, Kristinn Jóhannesson, Guðjón Samúelsson. Ábyrgðarmaður: Halldór Blöndal. Prcntverk Odds Björnssonar h.f. 78 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.