Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 7

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 7
um, hvort aðrar leiðir hafi ekki verið reynd- ar. — Það voru haldnar kvöldvökur og hver sagði frá sinni þjóð. Margir voru undrandi á heita vatninu og notkun þess, og einnig þóttu eldgosin ákaflega athyglisverð fyrir- bæri. — En hvað þótti ykkur merkilegast af því, senr þið heyrðuð um siði annarra þjóða? — Areiðanlega giftingarsiðirnir í Kína. Þegar þeir Iriðja sér stúlku þarna fyrir aust- an, þá færa þeir foreldrum hennar naut eða eitthvert Inisdýr sem greiðslu. Svo mega Jreir ekki sjá konuefnið um nokkurn tíma, áður en hjónavígslan fer fram, og Jress er meira að segja stranglega gætt af sérstökum vörðum. Þetta þykir okkur, norrænum mönnunr, mikil tíðindi. — Fóruð Jrið ekki til Parísar? spyr ég svo. — Jú, ég held nú það, segir Ragnar, og þeir félagar líta kankvíslega hvor á annan. Við fórum til að athuga um frönskunám- skeið og slógumst í för með tveimur Þjóð- verjum og strák frá Viet-Nam, sem heitir Trang Quang Nhiga Jean, en hann á heima í París og ætlaði að lofa okkur að gista. Við vorum blankir og ferðuðumst á puttanum, en vorum svo heppnir að komast hálfa leið með rútu frá vinnuflokknum. En svo þegar við komum heim til Jean, þá reyndust nokkrir ættingjar hans vera í heimsókn, s\ o allt var yfirfullt. — Já segir Steinar, þú liefur kannske gaman af að heyra, að ætt Jean er sögð 12 milljónir. Ég læt í ljós undrun mína yfir frjósemi Viet-Nam-búa, en málin skýrast örlítið, Jjeg- ar mér er tjáð, að afi Jean hafi átt átta eigin- konur og eignazt 100 afkomendur á tveim árum, og Steinar bætir því við, að fjölmenn- asta ættin í Víet-Nam telji 20 milljónir sálna. — Og hvar létuð jrið fyrirberast um nótt- ina? spyr ég. — Við fórum niður að Signu og sváfum þar á trébekk undir einni brúnni og höfð- um dagblað yfir okkur. — Sváfuð þið vel? — Nei, hreint ekki. Það var kalt, og við sváfunr bara tvo tíma, fórum á fætur kl. 4 um morguninn og gengum inn á veitinga- stað í Les Halles hverfinu og fengum okkur kaffi, en vissum Jrá ekki fyrri til en allt fylltist af slátrurum í hvítum sloppunr og blóðugunr upp á lraus. Mér verður nú efst í huga að spyrja, lrvernig Jreir lrafi komizt frá París. — Við lögðunr af stað seint um daginn, en Jrað ætlaði ekki að ganga vel. Nokkrir tóku okkur að vísu upp, en við konrumst stutt nreð hverjum, og myrkrið nálgaðist, en Jrá er nær ómögulegt að fá far. Við vor- unr að verða úrkula vonar, þegar vörubíll ók allt í einu fram á okkur og tók okkur upp. Þá var Jean þar kominn og hafði ekki M U N I N N 7

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.