Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 13

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 13
femina infesta hvenær hvar hvernig var konan ger ]á hvernig var hún eiginlega búin iil (mig langar nefnilega til að búa til eina) á ég að gera eina úr snjó ekki nóg búa til úr kökudeigi hún á að vera nrjó og lu'tn á að hafa varir sem ég get borið í vasa mínum (til þes að ég geti talað við einhvern þegar mér leiðist) og þá get ég sagt si sona flautið þið nú á varir rnínar á líkama ykkar ef hann er einhverstaðar á lífi labbi Leitin mikla :Þú leggur upp í leitina að þér sjálfum. 'Þú leitar víða, skoðar margt og spyrð. Þú ferð um sléttur, býrð með ösp og álfum, innir múginn, dalsins hljóðu kyrrð. Þú sást hann kannski sitja undir trjánum, sigla burtu, ganga yfir torg. Og þú varst líkur öllum öðrum kjánum, sem unna sinni hrundu skýjaborg. En loksins muntu einn eða annan finna, þótt áður fátt þú heyrðir um hans veg, og kannski muntu horfa burt til hinna hrópandi í undrun, „það er ég“. R. M U N I N N 13

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.