Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 16

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 16
MEMORANDUM STARF HUGINS 1961-1962 Fyi-rverandi formenn Hugins hafa oft gert sér það til dundurs að rita endurminningar sín- ar, og að þeirra sið skrifa ég þessar línur. Það er fyrst að segja, að Ijóst hafði verið lengi, að breytingar á lögum Hugins voru nauðsynlegar, einkum hvað snerti þriðja bekk. Frá ári til árs hækkar tala þeirra nemenda, sem setjast í þriðja bekk. Það er því augljóst, að þeir geta haft úrslitaáhrif á gang mála á aðal- fundi Hugins, og sé hann haldinn að hausti, er mjög varhugavert að gefa þeim, alls ókunnugum, svo mikið vald. Nú kjósa þeir sína fulltrúa á aðalfundi síns eigin félags, og er það vel. Þar sem miðskóladeild er nú á förum úr skólanum, skiptir kosningaréttur þeirra mjög litlu máli. Aðrar breytingar voru annaðhvort bein afleið- ing þessara á einn eða annan hátt, eða til sam- ræmingar. Lög Hugins eru eftir þessar breyting- ar mun líkari lögum Framtíðarinnar, sem er mjög hagkvæmt. Eg sé enga ástæðu til þess að eyða bleki í skrif um hina breytingartillöguna, sem felld var. Látum vér svo útrætt um allar lagabreytingar, þótt margt mætti enn lagfæra, t. d. fjárhag félagsins. Að mínum dómi tókst starf félagsins fremur vel síðastliðið ár. Málfundir voru vel sóttir og ekki búinn að lesa náttúrufræðina fyrir morgundaginn, og býst til ferðar. Steindór fylgir mér til dyra. — Þú leyfir mér að lesa þetta yfir. Það er ómögulegt að segja, nema þú ljúgir helmingnum. Þið eruð nú svona blaða- mennirnir. En ég labba Iieinr og tek Menneskets Fyseologi ofan úr hillunni. En Kristinn. enginn skortur á ræðufólki. Ennfremur virtist þáverandi þriðji bekkur spá góðu. Ég er enn að velta því fyrir mér, hvernig hægt var að fá kven- þjóðina til þess að ræða efnið: „Eiga konur að mála sig“. Ef til vill hefði verið mögulegt að halda einum eða tveim fundum fleira, en of mikið má af öllu gera. Fólk verður leitt á fund- arhöldum, og ég álít betra að hafa fundina færri, ef þeir eru vel sóttir og fjörugir. Setustofan lang- þráða átti án efa sinn þátt í því, hve málfundir voru vel sóttir, það er þægilegt að ná til fólks í vistinni, en þó sé ég eftir Salnum. Bókmennta- og tónlistarkynningar tókust vel, en hefðu mátt vera fleiri. Sú hugmynd að sam- eina þetta tvennt er án efa góð, gefur kynning- unum meiri lit og fjölbreytni. Samstarf Bók- menntakynningarnefndar og Leikfélags M. A. er nauðsynlegt og gagnlegt báðum aðilum og ætti að vera nánara en það hefur verið. Sá óvænti og ótrúlegi atburður gerðist í fyrra, að M. A. beið ósigur fyrir Verzlunarskóla ís- lands í þeirri frægu spurningakeppni. Þetta var talsvert hitamál á sínum tíma, eins og menn muna. Það var stjórn Hugins, sem valdi þessa menn og ber alla ábyrgð þar á. Það er alrangt, að vissir menn hafi verið útilokaðir frá keppni vegna persónulegra óvinsælda. Mér er óhætt að segja að ekkert slíkt komi til. Við gerðum það, sem við álitum réttast. Það sýndi sig, að ef til vill hefði valið getað tekizt betur, en slíkt veit maður aldrei. Ég lýk nú þessu spjalli og þakka öllum þeim, sem studdu mig í starfi mínu síðastliðinn vetur. Ég óska núverandi formanni og stjórn allra heilla í starfi sínu, og skora á alla góða menn að styðja Hugin eftir megni. Sigli Huginn ætíð undir merki menningarinn- ar heill í höfn. Hove, 22. október 1962 Gunnar Rafn. 16 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.