Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 12
Gull Gull, þú ert glóbjartast málma, glampar í vösum hins ríka, skín í ekkjunnar einbaug og ölmusu fátæks manns. Gull, þú sem gleður og kætir, gull, þú sem drepur og myrðir, breytir heimi í helvíti og hlekkjar milljónir, gull, þú sem lýgur og lokkar, töfrar og tælir, og svalar hégómagirnd heimskingjans, sökin er okkar. En hvenær losnum við við þig? R. Mansöngur Við setjumst á ströndina hlið \ ið hlið og horfum á blæinn. Strjúka dúnmjúkri dranmahönd yfir dimmbláan sæinn. Og þegar gáranna geislaspil glamþar á sjónum, við hlustum á ómþýðan aftansöng frá öldunnar tónum. Og þegar hafgúan hörpuna knýr í hafsins djúpi. Umvefur rnáninn býli og borg bláhvítum hjúpi. En kyrrðin er rofin af lágværum læk með lokkandi niði. Lágnættisfegurðin umvefur allt með ómælisfriði. —eff. 12 M U N 1 N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.