Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 22

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 22
Lansavísnaþáttur Enn hefnr lausavísnaþátt. Muninn hélt dansleik á dögunum, og vav þar háð samkeppni um vísubotna. Fyrri- partar þeir, sem botnaðir skyldu, liljóðuðu svo: Andinn pipra ekki má, yrkjum liprar stökur, °g Astarbraut er ýmsum hál, ærin þraut að standa. Margir snjallir botnar bárust, en dóm- nefnd úrskurðaði þennan beztan: Amor skaut og aumri sál örin hlaut að granda. Höfundur var Hjálmar Freysteinsson, og hlaut hann verðlaunin Skáldatíma eftir Halldór Laxness. Hópur hagyrðinga rakst inn á kaffihús um daginn, og hóf yrkingar. Kræsingar vorn á borðum, og gerðu menn harða hríð. að Har. Bl. handlék blýant og blað, en gekk illa að berja saman. Kvað þá F. Þ.: Niður yfir ljóði leiðu lyppast vinurinn, kökur með í gini gleiðu Gambraritstjórinn. Haraldur glottir við og svarar um hæl: Friðrik lýgur manna mest á móti þessu, ekkert meira elskar hann en yrkja níð um ritstjórann. Kökurnar þverra nú óðfluga, en ekkert bætist við í Ijóðasafnið. Verður þá Friðrik að orði: Gífurlega ég gleðjast færi og glotti smitandi, ef að rjóminn einnig væri andlega fitandi. Og ekki nóg með það: Lít ég yfir borðið breitt. Blasa við mér kökur, en andinn má sín ekki neitt. Engar fæðast stökur. Getur Ragnar Aðalsteinsson þá ekki orða bundizt: Upp skal rísa, andans prýða lundinn, yrkja vísur, kvæði snjöll og rímu. Hjálmar Freysteinsson var snar að venju: Hátt skal prísa hagyrðingafundinn hér og lýsa andans miklu glímu. Það er eins og líf færist yfir hópinn. Menn taka upp pípurnar og byrja að totta. Mælir þá Pálmi Frímannsson hinn fúlasti: Nautnaseggir núna teyga nikotínsins ólyfjan. Nú vandast málið. Hvað í ósköpunum rímar á móti ólyfjan? Jóhannes Vigfússon bjargar málinu snarla og bætir íslenzkuna um eitt orð: Koffín drekka, erfitt eiga, aftur halda dauðsyfjan. Mönnum verður tíðrætt um nýyrðið, svo tíðrætt, að hin upprunalega mynd gleym- ist og þvælist í orðaskaki og hringlanda. Mælir þá Friðrik: 50 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.