Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 16
— Telur þú tímabært að breyta námsefni
að einhverju leyti?
— Um stærðfræðideildina er það að segja,
að málakennslan verður að teljast fullmik-
il. Mér finnst varla rúm fyrir latínuna, og
bezt. teldi ég, að hægt væri að velja á milli
frönsku og þýzku.
— Hvað heldur þú um náttúrufræði-
deild?
— Hún hlýtur að koma fyrr eða síðar.
Þá færumst við um leið í áttina til sérhæf-
ingarinnar, sem við vorum að tala um áðan.
Annars er ég svo íhaldssanrur, að ég er
ekki hlynntur mikilli sérhæfingu eða rnikl-
um breytingum. Sumir prófessorarnir úti
ráðlögðu okkur t. d. ekki að einblína um
of á sérhæfingu. Þeir sögðu að við skyldum
hlusta á sem flest, því sérhæfingin kæmi
hvort eð væri, þegar komið væri út í at-
vinnulífið. Þetta var í stóru iðnaðarþjóðfé-
lagi. Hérna ætti þetta að gilda í enn ríkari
mæli.
— Svo er hér ein samvizkuspurning.
Heldur þú að mannkynið sé á réttri braut
eða að troða einhverja refilstigu?
— Ég hef engan brennandi áhuga á að
bæta heiminn, því ef maður ætlar að gera
það, verður maður að byrja á sjálfum sér.
Mér finnst hann nokkuð góður eins og
hann er, svo fremi að ekki verði kjarnorku-
styrjöld.
— Nú tökum við eftir, að Helgi er farinn
að ókyrrast og renna augum í átt til eld-
hússins. Loks segir hann okkur, að hann
þurfi að fara að taka til kvöldmatinn. Við
skiljum aðstöðu hans og spyrjum að blaða-
mannasið, hvort það sé ekki eitthvað, sem
hann vilji segja að lokum.
— Ekkert nema það, að ég þakka ykkur
fyrir komuna og myndi ráðleggja ykkur að
fara heim að lesa stærðfræði, því að stærð-
fræðinám er nefnilega engin sérhæfing,
heldur undirbúningur undir lífið (!).
Bergþóra Gísladóttir og
Gunnar Eydal.
Því skalt þú hafa hugfast. ..
(Tramhald af bls. 36.)
gat aldrei notið þess, sem hvert augnablik
hafði upp á að bjóða, heldur beið einatt
eftir því sem næst tæki við eða syrgði það,
sem liðið var. Lífið er eitt slíkt kyrrstöðu-
tímabil, sem þjónar jreim tilgangi einum
að bíða dauðans. Séurn við veik fyrir, myrð-
um við okkur sjálf eins og ég myrti hrísl-
una, ti! þess að binda endi á kyrrstöðuna,
og leiða í ljós jrað, sem koma skal.
Þessi vissa átti luig minn allan, og ég
fjarlægðist æ meir umhverfið. Ég gerðist
rekald fyrir straumi hugsunarinnar, vakti
ugg og ótta rneðal félaga minna, en leið
sjálfum eins og nakinni hríslu í vetrar-
stormi, sem tætir af henni allt, sem hún
hefur til skjóls, unz nakinn sannleikurinn
er einn eftir.
En ég var einn hinna veiku og ákvað að
stytta þessa bið. A frostbitru janúarkveldi
fór ég niður á yzta bryggjusporðinn og tók
á móti örlögunum í köldum viðjum vatns-
ins. Daginn eftir fannst ég rekinn litlu
sunnar uppi í fjörunni.
Ég var klæddur hvítum líkblæjum og
lagður í kistu á kostnað ríkisins.
Presturinn fór um jiað varfærnum orð-
um, að á ævikvöldinu hefði ég orðið öðru-
vísi en fólk er ílest og hefði nú öðlazt frið
að lokum. En ég var aðeins einn hinna
veiku, sem ekki þoldu biðina.
Loks var kistunni stungið ofan í ný-
tekna gröfina, eins og vindbörðum stofni
og svívirtum greinum væri fleygt í ösku-
tunnuna. Því þú skalt hafa hugfast
„að i)ll vor sæla er annað hvort
óséð eða liðin“.
íón.
Aukatími í latínu, 6. m.
Jón Árni: Hvaða orð eftir 3. beyg. enda
ekki á -um?
Jón Kristjánsson: Þau, sem enda á -ium.
44 MIJNINN