Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 7
Pvt skalt
ÚTI fyrir glugganum grær hrísla.
Hún vakti strax athygli mína í haust og
olli því, að ég settist liér við þennan glugga.
Síðan hefur hún hjálpað mér að þreyja a£
marga stund. Eg festi augu mín á hríslunni,
bind sjónir mínar við kræklóttan stofn og
greinar, einskorða hugsun mína við þessa
hríslu og læt dýrmæta vizkuna streyma
óskerta framhjá hlustum mínum.
Stundum detta mér í hug fakírarnir, sem
festa augnaráð sitt og hugsun vikum saman,
og öðlast að launum sannleikann um áhuga-
mál sitt.
Að vissu marki er tilgangur minn hinn
sami. En augnaráð mitt er flöktandi og
hugsun mín reikul, en engu að síður
hef ég öðlast sannleika af samskiptum mín-
um við hrísfuna.
Hríslan hefur tekið eðlilegum breyting-
um síðan í haust. Slíkt er eðli allra lífrænna
hluta. Fyrst þegar hríslan vakti athygli
mína, voru greinar hennar alsettar dökk-
grænum, tenntum smáblöðum, eins og allra
hinna hríslanna úti fyrir glugganum. Smám
saman öðlaðist þessi eina hrísla meira gildi
fyrir mig fremur öllum hinum. Ef til vill
var það vegna þess, að hún var næst glugg-
anum, eða et' til vill vegna þess, að síðar
hlutum við bæði sömu örlög. Ég kynntist
henni, útliti hennar, eiginfeikum og þeim
hugsunum, sem hún vakti þá hjá mér síðar,
og það var aðalástæðan fyrir því, hvernig
fór.
Þá hafði hún ekki glatað dýrð sumarsins.
En fljólega vöfðust rendur blaðanna upp í
þurra, stökka sívalinga, og gulri slikju brá
á sumarlitinn.
Fljótlega tók mér að gremjast útlit henn-
ar. Mér varð illa við að sjá hana íklædda
fölnuðu skrtiðinu, og hugsaði til þess tím-
um saman með illgjarnri vissu, að innan
n'i hafct hugfast.
skamms léki haustnæðingurinn unr greinar
hennar, laufið visnaði, blaðstilkarnir veikt-
ust og að lokum brystu í hamremmi ís-
lenzka vetrarstormsins. Þá myndu lrlöðin
feykjast brott, eitt af öðru, og hverfa sjón-
um í óendanlegan hringdans annarra blaða
a£ öðrum lrríslum, sem að loknum leik
vindanna munu safnast saman í skjólgóðum
og hlésælum göturennum og bíða strætis-
sóparans.
Ég gældi við þessa hugsun og hlakkaði
til þeirrar stundar, þegar þessar óskir mín-
ar rættust.
Um þær mundir fundust mér þessar
hugsanir nrínar ofur eðlilegar, enda hafði
ég ekki grennslazt fyrir um, hvað lægi að
baki jreim. Seinna fór ég að líta niður á
þetta tímabil úr hásæti þess, sem hefur
þekkingu til að bera, eins og við lítum öll
niður á barnæsku okkar, sökurn þess hve
fávís við höfum þá verið samanborið við
vizku okkar nú. Þannig var mér háttað
fram til fyrsta haustkuldans í síðustu viku
sumars.
Loks kom hann um nótt. Gegnurn grá-
leita móðu á glugganum mínum fylgdist ég
með baráttunni milli hríslunnar og hausts-
ins, sem lauk með ósigri hennar. Haustið
skildi við gulnuð og tætt klæði utan um
krokinn líkama. Ég gladdist yfir breyting-
unni, en vissi, að hún var enn ekki alger,
og innan skamms kæmi stormurinn og
fylgdi eftir sigrinum.
Og stormurinn kom þrem dögum síðar,
og úr glugganum varð ég vitni að harmleik,
sem fyllti mig illviljaðri gleði, án þess að ég
vissi hvert rætur liennar lægju. Hann tætti
burt laufin eins og verið væri að rýja tötr-
ana af varnarlausri konu.
Óskir mínar voru að rætast. Innan
skamms stæði nakinn líkaminn einn eftir
MUNINN 35