Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 3
B L A Ð
M
A K U R E Y R I
m u n i n n
ENNT ASKÓLANS Á
Jan. MCMLXIV 36. ár. 2. tbl.
IiRuNaDaN s
8. maí 1941 streymdu brezkar hersveitir
inn í landið. í kjölfar þeirrar innrásar
fylgdi algjör bylting í atvinnu- og efnahags-
málum íslenzkrar alþýðu. Bretarnir réðu
fjölda manna í vinnu og greiddu vel fyrir.
Svartamarkaðsbrask þróaðist óðfluga. Þjóð-
in óð í peningum. Almennt rótleysi og ó-
róleiki fylgdi þessati skyndilegu aukningu
á lausafé alþýðunnar. Þessi óróleiki, sem
lýsti sér helzt í aukinni skemmtanafíkn og
útsláttarsemi almennings, kom að sjálf-
sögðu harðast niður á yngstu kynslóðinni,
þeirri kynslóð, sem nú byggir landið. Þessi
kynslóð hlaut að erfðum frá óróatímum
stríðsáranna eyrðarleysi og takmarkalausa
fjárþörf. í átökunum um að bera sem mest
úr býtum í amstri dægranna hefir heimilið
orðið afskipt, og sú kynslóð, sem nú er að
alast upp, nýtur ekki heimilis nema að sára-
]itlu leyti. Kveður svo rammt að þessu, að
í Reykjavík mun vera allstór hópur ung-
linga á fermingaraldri, sem aldrei hafa lát-
ið gaffal koma sér í munn. En á hverju lifa
þeir þá? Spurniugu þessari er auðvelt að
svara: Kók og vínarbrauði, eða öðrum slík-
um kræsingum. Foreldrarnir mega ekki vera
að því að skapa þessum unglingum heim-
ili. Þeir þurfa að vinna fyrir meiri lífsþæg-
indum og meira af kók og vínarbrauði
handa börnum sínum. Þessi vínarbrauðs-
æskulýður þyrpist svo inn í frystihúsin og
á bátana, þegar hann hefur aldur til, og
jafnvel á barnaskólaaldri eru unglingarnir
farnir að stunda erfiðisvinntt, enda hafa
atvinnumöguleikar vaxið gífurlega undan-
farin ár. En það er yfirleitt ekki því að
heilsa, að kaupinu sé varið á skynsamlegan
hátt. í hinu brjálæðislega kapphlaupi eldri
kynslóðarinnar eftir lífsgæðum, svífst hún
einskis í gróðaskyni. Sjoppur rjúka upp eins
og gorkúlur á mykjuhaug. Kvikmyndahús
blómstra, félagsheimili rísa í sveitum með
fárra kílómetra millibili o. s. frv„ og allt
er þetta rekið með fjármagni, sem tekið er
beint úr höndum unglinganna. En við get-
um ekki gengið þegjandi fram hjá þeirri
staðreynd, að stór hópur æskufólks notar
fé það, sem það vinnur sér inn, til að kaupa
sér menntun, og sá hópur virðist fara ört
vaxandi, því að menntaskólar eru að
springa utan af nemendaf jöldanum, og kom
ast þó færri að en vilja. En þrátt fyrir þessa
auknu aðsókn að æðri skólum, virðist sem
svo, að siðt’erðisleg afturför hafi ekki síður
cjrðið lijá þessu unga fólki, en æskulýðnum
almennt. Má orsakar þeirrar afturfarar efa-
laust leita hjá þeirri staðreynd, að þetta
unga fólk eyðir talsverðu fé í skemmtanir
í stað þess að leita gleðinnar í þeim við-
fangsefnum, sem námið býður þeim. Því
mun siðgæði menntlinga vart standa ofar
siðgæði vínarbrauðsæskunnar, sem götuna
byggir. Þessi æskulýður hefur almennt ekk-
ert stefnumark. Hugsun hans nær ekki
lengra en til næstu helgar, enda rekst mað-
ur vart svo inn á dansleik, að fulltrúar þessa
hóps rangli ekki meira og minna drukknir
milli borða. Hann lifir fyrir líðandi stund
og gerir allt til að lifa hana sem hæsta, enda
eru Þórsmörk og Þjórsárdalur orðnir lands-
MIJNINN 31