Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 24

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 24
KERRAN Kæri lesari! Mig langar til að gefa þér hlutdeild í dálítilli minningu. Ég veit, að þér mun ekki þykja hún merkileg, en hún er mér að mörgu leyti dýrmæt, ekki sízt vegna þess að hún sýnir mér, hversu mikið djúp er í rauninni staðfest milli barnsins og hins fullorðna. Þegar ég var um það bil 5 ára gamall, vakti forvitni rnína haugur af gömlu drasli, sem stóð bak við bíslagið á húsinu heima. Mér þótti þessi haugur þess virði að at- huga hann nánar, og eftir að hafa horft á hann um stund, tók ég eftir ræfli af gamalli barnakerru, sem var grafinn í hauginn. For- vitni mín var vakin, og innan skamms var kerran laus úr viðjum haugsins. Og hvílíkt undraleikfang! í einni sjónhending sá ég mig öfundaðan af öllum krökkum nágrenn- isins vegna slíkrar eignar. Og það skipti engum togum, ég lagði af stað með kerruna á undan mér, og það fór sem mig grunaði. Innan lítillar stundar var kominn hópur af krökkum í kringum mig, sem störðu á mig hurðast með kerru á undan mér, sem bar mig því nær ofurliði. En ekki efaðist ég um fölskvalausa aðdáun og lotningu áhorf- enda. Næstu daga mátti sjá mig skrönglast um nágrennið með kerruna á undan mér. Þarf ég að orðlengja það, að á nokkrum dögum var ég búinn að leggja allt hverfið að fótum mér. En þá gerðist sá atburður, sem olli hruni konungsríkis míns og kerr- unnar. Einn góðan veðurdag varð mér reikað niður í fjöru, og auðvitað var kerran með í förinni. Stóð ég þar í flæðarmálinu og horfði út á pollinn, á mávana, sem sveim- uðu kringum bátahöfnina, og á trillu, sem sigldi fram og aftur um pollinn. Skyndilega tók trillan stefnu í áttina til mín og sigldi upp í fjöruna. Rígfullorðinn strákur, á að gizka um fermingu, rétti krókstjaka að kerrunni, krækti í handfangið, svipti kerr- unni um borð, og svo var siglt af stað. Ég horfði á þessar aðfarir með spurn í augum og undrun í svip. Það var ekki fyrr en trill- an var komin drjúgan spöl frá landi, að ég áttaði mig í rauninni á, hvað gerzt hafði; kerran mín var mér glötuð, öll dýrð verald- ar hrunin til grunna. Tilveran var sannar- lega ekki annars virði en að grenja vegna hennar, og það gerði ég líka, svo að um munaði. Háöskrandi sneri ég þangað, sem huggun var bezta að fá, beint heirn til mömmu. En það var ekki laust við að ég yrði fyrir nokkrum vonbrigðum með hugg- unina. Þegar mamma heyrði harmasöguna alla, brosti hún og sagði: „Og bölvaðir dón- arnir", klappaði mér svo á vangann og sagði mér að fara út að leika mér. Ég lét jretta nægja, fór að ráðum hennar, og innan skannns var veröldin aftur orðin full af sól- skini og nýjum ævintýrum. Friðrik Guðni. Leiðréttingar I fyrsta tölublaði þessa árgangs Munins misprentaðist í embættismannatali nafn umsjónarmanns 3. bekkjar A. Stendur „Sig- urður Guttormsson“, en átti að sjálfsögðu að vera „Sigríður Guttormsdóttir“. Mun- inn biður Sigríði mikillega afsökunar á þessari leiðu skyssu. Enn fremur misritað- ist í ljóði Gunnars Stefánssonar, „Þránd- ur“, 4. línu að neðan. Stendur Jrar: „Nei, beyg Jrín kné í bjartri tni til hins,“ en á að vera: „Nei, beyg þín kné í bjartri ÞRÁ til hins“, o. s. lrv. Muninn biður Gunnar hér með afsökunar á mistökunum. I stúdentatali frá síðastliðnu vori féll nið- ur nafn Ásbjarnar Sveinssonar. Ásbjörn stundar verkfræðinám við Háskóla íslands. Muninn biður Ásbjörn velvirðingar á þess- um mistökum. 52 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.