Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 5

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 5
uninn 40 ára Þetta 1. tbl. Munins í vetur er helgað 40 ára afmæli blaðsins. Ekki reyndist unnt að koma blaðinu út á afmælisdegi þess 29. okt., til þess var tíminn allt of naumur. Það er líka kunnugt af reynslu liðinna ára, að nem- endur eru ekki komnir í neinn skriftarham svo snemma vetrar, enda bera fyrstu tbl. Munins frá liðnum vetrum það með sér. Sumum gæti virzt, að réttara hefði verið að geyma útgáfu afmælisblaðsins lengra fram á veturinn, og víst hefði það þá getað orðið enn rismeira, en með því að gefa það út strax erum við frekar laus við lélegt 1. tbl. Ritnefndin er þess líka fullviss, að nemend- ur M. A. láta ekki síðari tölublöðin af skóla- blaði sínu verða eftirbáta þess fyrsta í vetur. I þessu afmælisblaði hefur verið tekin saman saga Munins frá fyrstu dögum hans. I Bókasafni M. A. eru geymdir innbundnir allir árgangar blaðsins, sem 25 ára stúdentar 1965 söfnuðu saman og gáfu skólanum. Þetta er eina fullkomna safnið, sem til er af Munin, svo að það má teljast of dýrmætt til þess að liggja frammi með öðrurn bókurn. Auk þess er í elztu árgöngunum svo lélegur pappír, að hann mundi fljótlega velkjast til skaða, ef hann væri stöðugt handleikinn. Við teljum því þarft verk að birta lesendum Munins í dag nokkra mynd af útgáfu blaðs- ins í 40 ár, þar sem fjöldinn hefur ekki að- gang að þessum bókum. Vegna tímaleysis er þetta söguágrip unn- ið af fjórum nemendum, þótt skemmtilegra hefði það e. t. v. verið skrifað af einum manni, því að þannig liefði frekar verið um túlkun á sögunni að ræða, og án túlkunar er öll saga gagnslaus. En með ]:>essu móti gefst lesendum betra tækifæri til að mynda sér eigin skoðanir óáreittir. I blaðinu eru teknar upp nokkrar glefs- ur úr gömlum blöðum, bæði prósar, sem okkur þóttu skemmtilegir, og eins kvæði, sem annaðhvort þóttu frábær eða forvitni- leg fyrir aðrar sakir. Tveir gamlir aðstandendur Munins voru svo vinsamlegir að senda kveðju á afmæl- inu. Hvorugan er Jrörf að kynna, þá kann- ast allir við, en hér skal aðeins drepið á samband þeirra við Munin. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur var einn af fyrstu ritstjórum blaðsins, sem dafn- aði rnjög undir hans stjórn, varð fjölbreytt- ara og skemmtilegra en fyrr, svo sem vænta mátti. Séra Emil Björnsson var einn af aðal- hvatamönnum Jress, að Muninn var endur- reistur, en útgáfa blaðsins hafði þá lagzt niður einn vetur. Stendur Muninn Jrví í sérstakri þakkarskuld við þennan gamla rit- nefndarmann sinn. Það hefur verið mikill gróandi í andlegu líl'i í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, er Muninn var stofnaður. Skólinn varð menntaskóli sarna dag og Muninn kom út, gefinn út af nýstofnuðu málfundafélagi. Það hefur verið sannkallað vor í hugum manna í skólanum þetta haust. Að vísu höfðu verið gefin út blöð í skólanum áður, en Jrau öll verið eins og blórnin, sem falla að haustinu og gleymast. En sumar þessara blóma, sem spíruðu og uxu úr frjórri mold þetta haust, hefur orðið langt. Megi Jnað æ vara! RITNEFND. MUNINN 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.