Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 14
Tímans i. Það var fyrir tveimur eða premur drum. Við Jón lœknir Nikulásson vorum að spóka okkur í sól og sumarleyfi norður á Akureyri og staðnœmdumst utan við lxlið menntaskólahússins. Það barst pá í tal að báðir hefðum við búið par i heimavistinni á skólaárum okkar, ég 5 vetur en hann skemur, par eð hann hélt suður að afloknu gagn- frœðaprófi á sinni tíð. Og svo sem eins og ósjálfrátt og með nokkurri eftirvœntingu höfðum við gengið inn um hinar gamalkunnu heilladyr, sem stóðu opnar í sólskininu. Það var táknrœnt. Hefðu pœr ekki löngum verið víðar inngöngu hefði minna orðið úr mörgum efnismanninum en ella. Eitt sinn gengum við fullir eflir- vœntingar inn um pessar dyr í leit að framtíð, nú gengum við jafn eftirvœnl- ingarfullir inn i leit að fortíð. II. FJtki sál á ganginum. Steinhljóð i húsinu. Ummerki eftir smiði og mál- ara, sem höfðu skroppið frá vinnu sinni i mat. Var konsert liðinna kynslóða pagnaður? Gangafjalirnar, sem löngum sungu undir léttstígum fótum, voru pöglar sem yfirgefið hljóðfæri. — „sumurin öll, sem horfin eru i bláinn“. Eða öllu heldur veturnir. Við eetluðum að beygja til hcegri handar inn ganginn á neðri norðurvistum, par áttu að vera prjú herbergi lil hvorrar handar; i einu peirra orti förunautur minn og stúderaði á sinni tið. En par var enginn gangur lengur heldur lokaðar dyr. Við fréttum siðar að pað hefði verið gerð skólastofa úr herbergjunum sex. Uppi á Norðurvistum œtlaði ég að lita inn í Miðkot, gamla herbergið okkar Jóns Hjaltalíns Gunnlaugssonar. Sá gangur var einnig horfinn og komin par önnur skólastofa, sléttað yfir fortíðina. Það gerist aldrei aftur sem einu sinni var. Hvað var eðlilegra en að petta vceri breytt, — og pó er svo erfitt að sœtta sig við pað að liðin tið' komi aldrei aftur. Við gengum hljóðir inn á Sal, tveir gamlir heimamenn, nú útlagar og óboðnir gestir. Þarna voru peir pó enn, Stefán sliólameistari og Jón gamli Hjaltalin, en nú höfðu myndir peirra Sigurðar skólameistara, Árna Þorvalds- sonar, Brynleifs Tobiassonar og Vernharðs Þorsteinssonar bœtzt i hópinn. Þeir vorií orðnir að mynd og minningu, og parna var málverk af fjórum ungum stúdentum. Við hlutum að kannast við örlög peirra. Fáir útvaldir lifa i okkur pótt peir séu löngu dánir. Þannig ER Sigurður skólameistari Guðmundsson. Hann VAR ekki, liann ER og VERÐUR i lífi peirra, sem 14 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.