Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Síða 26

Muninn - 01.11.1967, Síða 26
Eigi er ráð, nema í tíma sé tekið, segir gamalt máltæki. Þess hafa ráðamenn innan 5. bekkjar sjálfsagt verið minnugir, er þeir kvöddu saman bekkjarfund á öndverðum síðasta vetri til skrafs og ráðagerða um vænt- anlega skemmtireisu bekkjarins að vori. Voru menn þess ákaft fýsandi að létta heim- draganum fyrir alvöru og halda utan. Eink- um voru tvö lönd höfð í huga, Danmörk og írland. Síðar var svo afráðið að telja heldur til frændsemi við írana. Allar klær voru hafðar úti til fjáröflunar og undirbúnings, og loks rann upp sunnudagurinn 28. maí, er lagt skyldi af stað. Tilboð höfðu borizt írá þremur ferðaskrifstofum að skipuleggja og sjá um ferðalagið, og hreppti Saga hnossið. Þeir voru því á hennar vegum langferðabíl- arnir þrír, sem mættir voru við Heimavist- ina kl. hálf níu umræddan morgun og Hytja áttu liðið til Reykjavíkur. Eftir allmikið stímabrak og bið þótti einsýnt, að allir væru mættir og hefðu verið fengin sæti. Var þá ekið úr hlaði í miklum fögnuði að með- teknum árnaðaróskum Steindórs skóla- meistara og annarra viðstaddra, sem trauðla fengu dulið öfund sína. — Ferðin var hafin. Með voru í förinni velflestir væntanlegir sjöttubekkingar að viðbættum leikfimis- kennurunum þremur, sem hafa skyldu far- arstjórn á liendi. Irafár fimmta bekkjar M. A. Veður var hið fegursta um daginn og menn hressir á suðurleiðinni. Hermann bar sig þó illa og kvaðst hafa gleymt hattinum heima, auk þess sem hrelldi sig fjárans hæs- in og kverkaskíturinn. Hresstist hann þó fljótlega fyrir tilstilli góðra manna. Ekið var léttan og magaþörfum lítið sinnt, nema hvað menn voru í einum bílnum svo illa haldnir, að þeir stönzuðu á Blönduósi um hádegisbilið og fengu sér ærlega í gogginn. Hinir létu sér nægja að fá sér snarl í Varma- hlíð. Áfram var síðan haldið, og gerðist fátt markvert á suðurleiðinni. Þeir, sem aldrei höfðu lagt hér leið sína fyrr, rýndu út á landslagið, Bjarni Sveins lireinsaði pípu sína, en aðrir fengu sér hænublund eða riilrbuðu við náungann. Svo var lagið tekið svona öðru hvoru til upplyftingar. Klukkan var langt gengin í sjö, þegar fagrar sveitir Borgarl jarðar voru að baki og komið var suður í Hvaffjörð. Þar var liöfð dulítif viðstaða og síðan ekið rakleitt sent leið liggur í borgina og numið staðar við Umferðamiðstöðina. Þar tvístraðist hópur- inn, og var okkur gert að mæta árla næsta morgun við Loftleiðahótelið. Segir fátt af orðum manna og athöfnum það kvöldið, en öll voru mætt galvösk kl. átta um morgun- inn, og var þaðan haldið suður á hinn mikla Keflavíkurllugvöll. Þar beið okkar vél frá Loftleiðum albúin að leggja í hann, og eftir skamma viðdvöl var boðuð brottför, og við gengum um borð. Höfðum við að förunaut- um nemendur úr Gagnfræðaskóla Akraness, sem einnig hugðust gera innrás í ríki Kelt- anna. Von bráðar vorum við komin á loft og nefinu snúið til írlands, nánar tiltekið Dyflinnar, og var áætlaður komutími laust fyrir eitt. Hlutum við hið ákjósanlegasta leiði, og ekki spillti snilldar viðurgjörning- ur og alúðlegt viðmót flugfreyjanna. Matur- inn var ákaft prísaður, og þóttust nrenn 26 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.