Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 29

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 29
skoðuðum frægan kastala, en slíkir eru margir víðs vegar um landið. í kastala þess- um er steinn nokkur, sem tíðkast að kyssa á, og öðlast menn við það ýmsa mæta eigin- leika að sögn. Léku þetta margir úr hópn- um, en allmikla íþrótt þarf til, og hlutu þau skjal mikið til jarteikna. — Það er erfitt að hugsa sér þessi kastalabákn sem mannabú- staði, en þau mega víst muna sinn fífil fegri, og mætti gefa mikið til að fá að líta þau augum í allri sinni fornu dýrð og reisn. I áfangastað komum við síðdegis, og var þar dvalið til kvölds og gist um nóttina. Notuðu flestir tækifærið að koma ferðafé sínu í fasteignir. Við snæddum þarna um kvöldið og morguninn eftir á járnbrautar- stöðinni, og þar sáu sjálfsagt margir járn- brautarlest nærri sér í fyrsta skipti. Um kvöldið skemmtu menn sér hið bezta, marg- ir könnuðu kvikmyndahús bæjarins, af öðr- um fara fáar sögur, en um morguninn var lagt af stað í bezta veðri, og vildu þó stírur loða lengi í augum sumra. Við sáum J:>arna annan kastala, jafnvel enn stórfenglegri en hinn fyrri, en annars gerðist fátt, sem vert er að tíunda. Hringferðinni lauk svo um nónbil, er við ókum aftur inn í Dyflinn. Þar skildust í bili leiðir okkar og írsku leiðsögu- mannanna, sem höfðu reynzt frábærir félag- ar á allan hátt. Flestir héldu út á lífið síðasta kvöldið, og fór ýmsum sögum af furðulegum dvalarstöð- um manna um nóttina. En „allir dagar eiga kvöld og allar nætur morgun'”, og nú rann brottfarardagurinn upp. Morguninn var ylirleitt notaður til síðustu innkaupa, en eftir hádegið mættu vinir okkar á bílunum Jiremur, og haldið var í smá skoðunarferð. Það, sem eftirminnilegast varð, var fangels- ið illræmda, Kilmainham Jail, og dýragarð- urinn. í þetta fangelsi lentu margar af Jijóð- hetjum íra úr uppreisninni gegn Englend- ingum árið 1917, og létu þeir þar sumir líf sitt. Einn af þeim, sem komust lífs af, var leiðsögumaður okkar. Hann sagði, að fyrr- verandi fangar hefðu byggt fangelsið upp að nýju á síðustu árum, og er það nú aðeins safn og minnismerki um harða baráttu lvrir frelsi og sigur að lokum. Er við stóðum aftur úti í sólskininu, var haldið í dýragarðinn, og þar var hitt og ann- að nýstárlegt að sjá, þótt menntlingar á Ak- ureyri séu nú engan veginn óvanir alls kon- ar furðufuglum. Mestu vonbrigðin urðu, að ljónin voru í mat og tígrisdýrin svo kulvís, að þau urðu að hírast inni. Annars kenndi þarna margra kvikinda, allt lrá fuglsrindl- um og apakrílum upp í gíraffa og fíla. En tíminn var of naumur, og við urðum að halda á flugvöllinn, áður en við höfðum séð nægju okkar. Þar kvöddum við írsku sam- ferðamennina og báðum þeim allrar bless- unar, og eltir hæfilega bið lenti væntanleg- ur farkostur á heimleiðinni. Við geneum fljótlega um borð, en það tók nú tímana tvenna að koma öllum farangrinum fyrir, og var okkur alveg hætt að lítast á blikuna, en loks var hægt að leggja af stað. Og viti menn, vélin komst á loft með allt saman, og brátt var Eyjan græna hulin skýjum. Við höfðum átt þar dýrlega daga, og minningin um þá mun seint fyrnast. — Þökk sé okkar ágætu fararstjórum og öllum öðrum, sem greiddu götu okkar á einhvern hátt. Lýkur hér frá írlandsförum að segja. Stefán Vilhjálmssoji. muninn 29

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.