Muninn - 01.01.1969, Síða 5
ÞÓRGUNNUR JÓNSDÓTTIR:
SKUGGI
Bær stóð í miðri hlíðinni. Yfir bænum
gnæfði fjallið, svart og næstum ögrandi.
Þar hét í Hlíð. —
— Sumri var tekið að halla, og var ný-
lokið frágangi heysins í hlöðuna. Þá kom
rigningin. Og það rigndi slík ósköp, að það
var engu líkara, en allar flóðgáttir himins-
ins hefðu opnazt. Lækirnir streymdu nú í
stríðum straumum niður fjallshlíðina.
Stanzlaus rigning. En loksins stytti upp. Þá
hafði líka rignt í viku. Strákarnir í Hlíð,
Kalli og Palli, voru þá búnir að bölva rign-
ingunni svo í sand og ösku, að allur þeirra
blótsyrðavarasjóður var löngu uppurinn, og
þá er nú mikið sagt. Allt var grátt og leiðin-
legt. Tilbreytingarleysið sjálft. —
— En nú var komið rjómalogn. Það hafði
svo sannarlega dignað um í sveitinni eftir
alla vætuna. — Inni í eldhúsinu í Hlíð var
húsfreyjan að baka í óða önn. Það var nefni-
lega von á prestinum í heimsókn. Grár
reykurinn steig upp í tært rigningarloftið
eins og hlykkjóttur ormur. Hrærivélin mal-
aði án afláts, og brátt fylltist húsið af alls
konar lykt sem fylgir bakstri: Karde-
mommu-, vanilludropa-, og piparlykt. Það
var ekki mikið verið að hugsa um að spara
núna, enda þótt húsbóndinn væri sí og æ
að brýna sparnað fyrir heimilisfólkinu.
Hver pokinn af sykrinum, hveitinu, lyfti-
duftinu, allt fór þetta miskunnarlaust í
hrærivélina. Það var heldur ekkert smáræði
af eggjum, sem þurfti í allar þessar tertur,
sem frúin var að baka. Sælir eru þeir, sem
eiga hænur. — Það var nú annað hvort, að
það væri ekki til bakkelsi, þegar var von á
sjálfum prestinum. — Húsmóðirin í Hlíð
kallar á annan son sinn upp úr miðjum
bakstrinum: „Kalli minn, sækiði Palli nú
snöggvast fyrir mig vatn í brunninn, ég
þarf að laga kaffi handa prestinum". í gang-
inum, sem liggur úr eldhúsinu, er nokkuð
stór gluggi. Þarna uppi í glugganum situr
Kalli, og er að plokka vænginn af fiskiflugu,
sem hefur suðað í glugganum allan morg-
uninn, öllu heimilisfólkinu til mikillar
MUNINN 49