Muninn - 01.01.1969, Síða 7
með lambhúshettu, þar sem hann kemur
akandi í grænu drossíunni sinni", „eða á
röndóttri sundskýlu". Þeir veltust næstum
um a£ hlátri. Þannig héldu þeir áfram og
fannst bara gaman að vera til. — Lóukvak
heyrðist í fjarska, og nú voru fiðrildin kom-
in á kreik. —
— Brátt stanzar Kalli og segir: „Nei, sjáðu
hvað þokan grúfir sig einkennilega yfir
brunninn“. — „Heyrðu, Palli“, segir hann
svo, og verður allt í einu alvarlegur á svip:
„Trúir þú að huldufólk sé til“? — „Af
hverju dettur þér það í hug“? segir Palli.
„Vegna þess að ég hef verið að velta því
fyrir mér, síðan hún amma Asgerður sagði
okkur söguna um huldufólkið um daginn“.
Huldufólk, draugar, og allt svoleiðis pakk
er ekki til. Það er tómur tilbúningur úr
gömlum kararkellingum og umrenningum,
sem jjykjast sjá sýnir. Nei, Palli lét ekki
ljúga sig fullan af svoleiðis skröksögum. —
Nú voru þeir loks komnir að brunninum.
Það fór hrollur um Kalla, er hann leit nið-
ur í brunninn. Vatnið var svo kalt og
djúpt. — Þeir létu fötuna síga. Yfirborð
vatnsins var það hátt, að þeir gátu auðveld-
lega speglað sig í jrví. Það var líkt og mynd
hefði verið máluð af jieim á vatnið. Þeir
horfðu á hana um stund. En svo eyðilagð-
ist myndin, jregar fatan skelltist ofan í. Síð-
an snéru þeir sveifinni, og fatan hífðist upp.
Þá tóku þeir upp á því að hlæja, því það
var svo gaman að heyra hvernig það berg-
málaði í brunninum. Það var eins og þús-
und manns væru að hlægja lengst ofan í iðr-
um jarðar. Þeir næstum grenjuðu af hlátri,
svo að tárin streymdu niður kinnarnar. —
Nú gátu jreir ekki hlegið meir. Þeir voru
áreiðanlega búnir að slóra of lengi, og
fengju sennilega ávítur er þeir kæmu heim.
„Við verðum að flýta okkur heim“, sagði
Palli. „Ég ætla bara að segja eitt orð að
lokum. Alveg eins og strákurinn gerði í sög-
unni“, sagði Kalli, um leið og hann laut
yfir brunninn og sagði: huldufólk. . .
h-u-l-d-u-f-ó-l-k, endurómaði upp úr brunn-
inum. Þetta hljómaði draugalega. — Þeir
héldu af stað heimleiðis með fötuna á milli
sín. — Hvað var þetta? Þeir heyrðu eití-
hvert undarlegt hljóð á bak við sig. Er jDeir
litu við, sáu jreir bregða fyrir dökkum
skugga í lautinni á bak við brunninn. Það
líktist manni. Drengirnir störðu agndofa á
þessa sjón. Síðan litu þeir óttaslegnir hvor
á annan. Er þeir litu aftur var þetta horfið.
„Sástu jDetta“?, spurði Kalli með öndina í
hálsinum. „Já“, sagði Palli og átti bágt með
að leyna hræðslu sinni. „Það var alveg
áreiðanlega einhver þarna“. — Gat þetta
hafa verið blekking? Höfðu þeir séð eitt-
hvað, eða höfðu þeir alls ekki séð neitt? —
Þegar allt kemur til alls, var lífið Jiá ekki
bara tóm sjónhverfing, líkt og þessi? —
— Nú hafði þokunni létt, og það var kom-
in gola. Svartur hrafn flaug í stórum boga
fyrir ofan jíá. Drengirnir tóku á rás, og
flýttu sér allt hvað jreir gátu. — Er þeir
nálguðust bæinn heyrðu þeir hundsgelt.
Græn drossía stóð á hlaðinu. Presturinn var
kominn. En hann var í ósköp venjulegum
fötum. —
Enska í 4. X.
„As we passed beneatli there was a clat-
ter of arms . . . . “
Gísli þýðir:
„Þegar \ið gengum framhjá hevrðist
glamur í handleggjum . . . . “
Jón Hafsteinn hjá 6.—X.: „Þvílíkur
rústíkus, étandi í tímum. Hvar ert þú eig-
inlega alinn upp Haukur?"
Haukur: „í Keflavík."
Jón Hafsteinn: „Hlssssssssss."
Jóhann Tómasson: „Hver hefur tekið
söguglósurnar mínar?“
o o
Jón Hafsteinn: „Lyktið af þessu, — en
varlega, jretta er baneitrað.“
muninn 51