Muninn - 01.01.1969, Síða 9
JON GEORGSSON:
Uomul saga
sem líktist blindri eðlishvöt knúði hann
þessi spor.
Hann stóð á hafnarbakkanum og horfði
niðnr á ísinn og á skipin, sem sátn þarna
föst í ísnum eins og nátttröll, sem dagað
hafði nppi. Vindgustur kom utan af höfn-
inni og þyrlaði upp snjó, sem hann þeytti
svo í skjálfandi húsin.
Norðan við höfnina var skjólgarður, sem
teygði sig langleiðina út að ísröndinni. Þeg-
ar maðurinn kom þangað tók hann stefnu
fram eftir garðinum. Hvít ljósin lýstu upp
andlit hans með reglulegu millibili á leið-
inni.
Fremst á skjólgarðinum var rautt ljós,
ætlað til þess að leiðbeina skipum um höfn-
ina. Nú lýsti það þarna í þrjózkufullu til-
gangsleysi, ef til vill svolítið likt þeim öll-
um saman. Hvað með það. Hann var þreytt-
ur. Hann gekk niður tröppurnar fremst á
garðinum og steig út á ísinn. Það var hvasst
þarna utan við höfnina og brestirnir í bylgj-
andi ísnum voru svo háværir, að hann
heyrði ekki lengur rnarrið í snjónum undir
fótum sér. Stormurinn flaksaði til hárinu
og þaut síðan ýlfrandi í átt til borgarinnar
sleikjandi sporin eins og hungraður úlfur.
Þegar hann náði ísröndinni bar ennþá
rneira á storminum. Ishellan hafði leystzt
upp í jaka og snjórinn var orðinn að krapa.
Maðurinn mátti hafa sig allan við til að
detta ekki í óvæntar glufur milli jakanna.
Hann ætlaði að komast eins framarlega og
unnt væri. Öldurnar teygðu sig græðgis-
lega upp á jakana og kröfsuðu í fætur hans
•en náðu engu nema krapa.
Fremst við ísröndina hafði stór ísjaki
strandað. Hár og brattur gnæfði hann upp
úr svörtum sjónum, sem skall með draugs-
legum dynkjum undir brún hans. Þegar
maðurinn sá hann, byrjaði hann að hlæja.
Hann hló og hló og stormurinn reif hlátur-
inn úr munni hans og gerði hann vitfirr-
ingslega slitróttan. Svo byrjaði maðurinn
að klifra upp á jakann. Hann krafsaði sig
áfrarn með Irerum höndunum, skríðandi á
hnjánum, hlæjandi allan tímann sama
slitrótta hlátrinum. Efsti hluti jakans var
jafnframt sá, sem gekk lengst fram í sjóinn.
Þangað skreiddist maðurinn. Hann stóð
upp, hlæjandi eins og áður, og byrjaði að
hrópa eitthvað upp í storminn.
Eina svarið, sem hann fékk, var hörð
vindhviða, sem feykti honum til hliðar, svo
að hann missti jafnvægið og steyptist fram
af brúninni. Náfölu andlitinu brá fyrir
andartak í hljóðlausri skelfingu, svo hvarf
það í sjóðandi hafið.
Svört ský komu utan af hafinu og flýttu
sér að hylja hæðnislegt glott stjarnanna.
MUN’IXN 53