Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.01.1969, Qupperneq 10

Muninn - 01.01.1969, Qupperneq 10
Nú er íyrst að greina frá því, að Ingimar Eydal lék djass í setustofunni, ásamt nokkr- um félögum sínum, sunnud. 3. nóv. Setu- stofan var troðfull og undirtektir ágætar. í byrjun vikunnar voru nemendur Sam- vinnuskólans að Bifröst á ferð á Akureyri og miðvikudaginn (i. nóv. háðu þeir knatt- spyrnnkappleik við skólaliðið og töpuðu menntlingar eins og sjálfsögð kurteisi bauð. Um kvöldið hélt 6. bekkur samvinnufröm- uðum dansleik á Hótel K.E.A. Þar háðu gestgjafar og gestirnir spurningakeppni og nú komust gestgjafarnir ekki hjá því að vinna. O’Hara lék fyrir dansi og var ballið fjörugt. Daginn eftir var Salur og skýrði skóla- meistari frá nefndaskipan lyrir árshátíðina. Á föstudag var málfundur í setustofunni og var rætt um stefnur í innflutningsmál- um. — Framsögumenn voru Óskar Guð- mundsson og jóhannes B. Sigurðsson og fundarstjóri Guttormur Sigurðsson. Fund- urinn var fjörugur og margar ræður fluttar. Laugardaginn 9. nóv. var sungið mánað- arl'rí og hringt á Sal. Skólameistari gaf fyr- irmæli um að mánaðarfrí skyldi vera mánu- daginn 1E nóv., en þann dag átti Matthías Jochumsson afmæli. Skólameistari minnt- ist skáldsins með nokkrnm orðum og síðau var sungið það sem eftir lifði tímans. Á þriðjudagskvöldið næsta á eftir talaði prófessor Þórliallur Vilmundarson í setu- stofunni á vegum Hugins og útskýrði hina frægu náttúrunafnakenningu sína. Fundur- inn var langur og urðu margir til að gera fyrirspurnir til hans um efnið og gera at- hugasemdir, en prófessor Þórhallur svaraði eftir beztu getu. Mikið var rætt um rétt- mæti kenninga hans, og sýndist sitt hverj- um. Næsta föstudag kom Þorsteinn Ö. Steph- ensen leikari á Sal og las Ijóð í einn tíma af alkunnri snilld og var vel þakkað. — Um kvöldið héldu bókmenntadeild og tónlist- ardeild sameiginlega kynningu á bandaríska gamanvísnasöng"varanum og stærðfræði- kennaranum Tom Lehrer. Ásmundur Jóns- son kennari kynnti lögin og skýrði textana. Daginn eftir var hringt á Sal og voru þá komnir rnenn að sunnan til að standa fyrir námskynningu á vegum Stúdentafélags Há- skóla Islands og Sambands íslenzkra stúd- enta erlendis og var Leó Kristjánsson fyrir flokknum. Hér er um mjög gagnlega starf- semi að ræða, en sagan frá í fyrra endurtók sig, að Salurinn var allt of lítill fyrir allan hópinn, enda þótt tímanum væri skipt nið- ur á bekkina að nokkru leyti. Annalis U’. •' I' 54 MUNINX

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.