Muninn

Årgang

Muninn - 01.01.1969, Side 16

Muninn - 01.01.1969, Side 16
Afturhald undir brekku ÞANGAÐ. Við göngum niður Bjarkarstíginn, mæt- um Doppler, en þykjumst ekki sjá hann, hrösum öðru hvoru í hálkunni og revnum að láta Mikka bróður ekki komast framhjá okkur. Hann virðist vera á leið til Sólnes. ÞAR. í fyrra bjó Guðmundur Olafsson (sá eini sanni) á Bjarkarstíg 3, en nú býr þar m. a. Guðlaugur Hermannsson. í glugganum eru kaktusar og grænir plastdiskar úr Vistinni. Við göngum inn, yfir 4 cm háan þröskuld og inn á últrafjólublátt teppi. Þar bjó áð- ur Sveinn Jónsson Eg. og enn áður Svanur Kristjánsson. Á veggnum andspænis dyrun- um hangir árituð mynd af Munda Fribbó, teiknuð á gubbupoka frá Landleiðum. Fleiri listaverk skreyta veggina, en fæst markverð. í herberginu er: 1 stk. skrifborð, 1 stk. dívan, 1 stk. stóll -þ grammifónn og magnari og 1 stk. bókaskápur, rauður með bláum doppuin, brauðskorpur og glugga- tjöld með rósum utan á. Guðlaugur býður okkur sæti og kaffi með bakkelsi. Guðlaugur Hermannsson (hér eftir skammst.: Germ.): Það er misjafn sauður í mörgu fé. Og bendir á myndina af Munda Fribbó. Umboðsmaður Munins (skammstafað: UmMi.): Hver er þessi Mundi Fribbó? Stefán Karlsson (skammstafað: Skarl.): He, ég á Munda. Hann er persónugerfing- ur alls hins illa fyrir austan. Hann er hund- ur á Egilsst., hann er myndin af Sveini Eg. í Carmínu, hann er barn á Eskifirði sem segir: Nei, pas, eða vinnumaður í Jökul- dalnum. He, he. En ég á hann. UmMi (hér eftir skammstafað Ummi): En einhver rígur á milli Egilstaðabúa og Jökuldælinga? Skarl: Við Sveinn erum ekki af sama kyn- flokki. He. 60 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.