Muninn - 01.01.1969, Side 22
Héðan og handan
SÖNGBÓK - SÖNGSALUR - MORG-
UNSÖNGUR.
Skömmu fyrir jól konr út lítil bók á veg-
um Tónlistardeildar Hugins. Kver þeíta,
sem ber nafnið „Undir skólans mennta-
merki“, hefur að geyma texta við flest þau
lög, senr sungin eru hér í skólanum, auk
nokkurra annarra. í formála, sem Ingi-
mundur Friðriksson ritar, segir að tilgang-
urinn með útgáfunni sé að gefa nemend-
um kost á að læra textana og jafnframt að
varðveita þá söngva, er hvergi séu sungnir
nema hér, þar eð sönglíf í skólanum sé
stöðugt að dofna og neðribekkingar hættir
að geta tekið undir með þeim eldri.
En nú kenrur það upp í hugann, hvort
við komum nógu oft saman til að syngja.
Þegar ég var í þriðja bekk var söngsalur
all miklu oftar en nú. Er beðið var um
hann, kom það fyrir, að gangurinn var
fullur af syngjandi fólki, allt frá kennara-
stofudyrum fram á móts við aðra stofu. Nú
er þessi gamli siður að mestu aflagður, —
illu heilli. Ef svo lieldur áfram sem horfir,
verður hann án efa dauður innan fárra ára,
nema nemendur taki höndum saman og
lífgi hann við hið fyrsta. En við þetta vakn-
ar sú spurning, hvort ekki sé æskilegt að
taka upp morgunsöng að nýju. Þá myndu
söngsalirnir að sjálfsögðu leggjast niður, en
sönglíf efldist þrát fyrir það. Menn yrðu
líka betur vakandi í tímum á morgnana,
ef þeir hefðu sungið hresilega í lok fyrsía
tíma, til dæmis að taka. Þessi „salur“ yrði
líka svo stuttur, að mönnum ynnist ekki
tími til að fara á „teríuna". Lagavalið yrði
þá að vera sem fjölbreytilegast: stúdenta-
söngvar, þjóðlög, ættjarðarlög og önnur ís-
lenzk og erlend sönglög. Þetta yrði til að
halda á lofti öllum „gömlu, góðu lögun-
um“, sem nú virðast öll víkjandi fyrir dæg-
urlögunum. Færi vel á því, að nemendur
einnar helstu menntastofnunar landsins
gengu fram fyrir skjöldu í þeinr efnum, auk
þess sem þetta myndi efla söngáhuga þeirra.
Framlag Tónlistardeildar með útgáfu áður-
nefndrar bókar er stórt spor í rétta átt, og
á stjórn hennar miklar jrakkir skilið fyrir
tiltækið. Væri því mjög æskilegt að skóla-
yfirvöld tækju til athugunar sem allra fyrst,
hvort ekki ætti að taka upp morgunsöng að
nýju.
Erlingur Sigurðsson.
UM LANDSÞING MENNTASKÓLA-
NEMA.
Nú eru menn farnir að hugsa til lrreyf-
ingar vegna tilvonandi nemendaþings, jress
vegna langar mig að konra nokkrum atrið-
um á framfæri.
Við undirbúning þingsins af okkar hálfu
þarf að hyggja að mörgunr hlutum:
Sjálfsagt er að kjósa nefnd, sem sækja á
þingið nokkru fyrr en þingið er haldið,
jrannig að nefndarmenn geti gert sér nokkra
grein fyrir því, lrvað þeir vilji láta taka til
umræðu á þinginu. Síðan þarf að halda
nemendafund í skólanum, þannig að nem-
endur geti látið í ljós álit sitt á efnum þeim,
sem tillögurnar fjalla um.
Alitamál er hve margir skidi vera í nefnd-
inni. Ég tel þó, að nóg sé að hún sé skipuð
fjórum mönnum, svo fremi að hún hafi í
höndum álit nemendafundar eða aðrar þær
upplýsingar sem gera henni kleift að taka
ákvarðanir í samræmi við meirihluta nem-
enda.
66 MUNINN