Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1969, Blaðsíða 27

Muninn - 01.01.1969, Blaðsíða 27
stukku upp tröppurnar og hurfu inn um dyrnar karlavistamegin. Ég stóð eins og negld niður og gat hvorki hreyft legg né lið. Brátt heyrði ég fótatak þeirra frammi á ganginum og tveir komu inn. „Foringinn vill tala við þig.“ Ég kom ekki upp nokkru orði og fór með þeim mótþróalaust. Þeir leiddu mig á milli sín eftir ganginum, nið- ur stigann, framhjá krökkunum, sem ekk- ert sáu, og inn í setustofuna, þar sem naz- istaforinginn sat inni í sjoppunni. Þeir skildu mig eftir úti á miðju gólfi og settust lijá hinum. Ég leit á þögul, grimmdarleg andlitin umhverfis mig, og ég fann til örvæntingar. Út um gluggann sá ég bláleit- an mökkinn þokast hægt yfir himininn. Mér varð hugsað til krakkanna, sem voru frammi á ganginum, í stiganum, í borðsaln- um og á herbergjunum. Þau höfðu ekki hugmynd um, hvað var að gerast. Og ég fann til reiði, ég varð alveg öskureið, stapp- aði niður fætinum og hrópaði á foringjann: „Eruð þið alveg snarvitlausir, vitið það ekki, hvað er að gerast? Og af hverju þurfti þetta endilega að gerast svona rétt fyrir jólin?“ Þeir sátu bara og störðu á mig þegj- andi. Ég riðaði á fótunum og féll. — Það næsta, sem ég vissi, var að ég var komin út á tröppur heimavistarinnar og Jreir voru allt í kringum mig. Ég fann, að hendur mínar voru bundnar á bak aftur. Hvað ætluðu Jreir að gera núna? Ég leit ósjálf- rátt til himins, en þá var Jrar enginn him- inn lengur sjáanlegur. Dökkfjólublár mökkurinn hékk yfir húsþakinu, og fram- undan lá vegurinn beint ofan í jörðina. Þangað héldum við. Það var verið að búa til nýjar götur niðri í jörðinni. A aðra hönd var moldarveggurinn, en hinum megin var stór hellir, sem sá ofan í. Veggir og loft voru úr mold, en moldin var ekki brún, heldur dumbrauð, og vatnið seitlaði úr henni. For Jrakti öll gólf, og upp úr hennt stóðu súlur á víð og dreif. Og Jrarna niðri MUNINN 71

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.