Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 11
H EIMILISBLAÐIÐ
131
»Nei, nei, öldungis ekki«, svaraði hinn,
»eg vil alveg eins sitja hérna«.
Nú fóru þeir að þrátta um þetta með
hinni mestu elskusemi. Nú vildi hvor fyrir
öðrum víkja, ef til kæmi. Nú var hann,
sem ljúflyndur var, búinn að hjálpa þeim,
sem stríðinn var, og gera hann ljúflynd-
an lika.
Ekki man eg, hvernig fór um sætaskiftin.
En hitt er mér óhætt að segja, að þeir
töldu hver annan »elskulegan«. Eeir rædd-
ust við. Það kom þá upp, að þeir áttu
háðir sömu kunningja. Ættir þeirra komu
meira að segja saman, þó að það væri
nokkuð langt fram. Og þegar þeir skildu,
fengu þeir hver öðrum spjöld með heimil-
isfangi sínu á og nafni.
»Þarna á eg nú heima, og eigið þér leið
Þar um, þá verðið þér um fram alt að
koma við hjá mér. Mér væri það hin mesta
gleði að fá tækifæri til að kynnast yður að
Þetta var reglulega ánægjulegt ferðalag.
Það er hægt að ferðast á tvennan hátt:
«1 leiðinda og til ánægju. Þetta tvent getur
ef til vill komið fyrir á heimilinu líka.
Eða er alt af friður og eindrægni á heim-
ilum? Hvað segið þið, sem eigið þar heima?
»Maturinn er auðvitað aldrei til á rétt-
um tíma«, sagði maðurinn og varpaði önd-
iuni mæðilega.
»Eg kem með hann undir eins«, svaraði
kona hans.
»Undir eins — já, það segirðu nú alt af,
þó að eg megi bíða hálftíma eftir honum.
Eg hefi svei mér ekki tíma tíma til að sitja
hér, hvað eftir annað. Eg hefi annað að gera«.
»Hættu nú þessu«, sagði konan óþolin-
uióðlega, »maturinn kemur á augabragði«.
»Og þá verður hann orðinn sangur eða
brendur, eins og vant er«.
»En hvað þú ert óþolandi í dag. Er eg
kannske vön að láta matinn brenna við —
þó að það vildi til i gær?«
»Jæja, ef það verður ekki, þá verður eitt-
hvað annað að honum«.
Nú vildi konan ekki heyra meira. Hún
gekk burt og sagði: — »Þú ert ógeðslegur!
Eg vil ekki matast með þér«.
»Eg held mér sé sama«, segir hann hvás-
andi. Hann hámar í sig matinn, segir eitt-
hvað fleira, ekki sem fallegast, skellir á
eftir sér hurðinni, svo að undir tekur í
öllu húsinu.
Þá fer konan að gráta. En hún er ekki
að eins hrygg, heldur reið. Hún kreppir
hnefann. »Hann er viðbjóðslegur!« segir
hún. — »Það er hann nú einmitt. Harð-
stjóri — heimilisharðstjóri! Aldrei er hann
ánægður með neitt. Hann getur fundið að
öllu og skelt og smelt hurðunum. En að
hann hjálpi til! — Nei, það er nú eitthvað
annað! Og svo erum við ekki búin að vera
hjón, nema tvo mánuði. Já, þetta er ekki
óskemtileg byrjun. Eg þoli þetta ekki leng-
ur!« Og svo sækir hún nyjan vasaklút. —
Hinn klúturinn var allur orðinn gagnvotur.
Og svo fer hún að hugsa um skilnað.
En þegar hæst gengur fyrir henni, þá
kemur engill svífandi niður frá himni til
hennar, sest á borðröndina gegnt henni og
segir:
»María, þú ert ranglát«.
»Nei, nei«, svarar hún, »það er hann,
sem er ranglátur.
»Já, hann er það líka«, svarar engillinn,
»en þér er það engin afsökun. Þú hefðir
getað farið dálitið fyr á fætur«.
»Eg vil nú engin ambátt vera«.
»Já, en þú átt að vera honum með-
hjálp«.
»Og komi sú hjálpin ekki óðara, þá er
hann sífelt fullur af ónotum«.
»Þú segir sífelt. Það er ekki satt. — Og
hefðir þú ekki svarað honum illa, þá hefði
hann ekki orðið vondur. Þú heltir oliu í
eldinn«.
»Já, það var hann, sem byrjaðk.
»Og það varst þú, sem hélst því áfram«,
sagði engillinn. »Ef deilu er ekki haldið
uppi, þá er henni lokið. Og ekki er það
satt, að hann hafi aldrei hjálpað þér. —
Manstu ekki, að hann hjálpaði þér til að