Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 2
122
HEIMILISBLAÐIÐ
sé í up'phœbum!
Avarp til hinna iingu!
A Ð voru englarnir, sem lof-
uðu Guð og sungu:
»Dýrð sé Guði í upphœð-
um /«
En til hvers sungu englarnir
þennan jólasöng fyrir hirðana
í Betlehem?«
Þeir sungu hann til þess að kenna börn-
unum að syngja hann. En ekki öðrum?
Jú, öllum ungum og gömlum.
íJau börn eru nú orðin margar miljónir,
sem lært hafa siðan að syngja þennan söng,
eins og á að syngja hann.
Vitið þið, börn og unglingar, hvernig þið
eigið að syngja þennan söng, svo að hann
sé rétt sunginn? Það er að skilja: svo að
það verði Guði til lofs og dýrðar?
Þá verðið þiö að syngja af öllu hjarta,
en ekki eingöngu með vörunum.
Nú ætla eg að minna sjálfan mig og
ykkur á, áður en blessuð jólin byrja, fyrir
hvað við eigum að lofa Guð og heiðra.
Við syngjum í jólasálminum, sem öll
börn hafa heyrt og mörg kunna:
»Viö fögnura komu frelsarans
Viö erum systkin oröin hans.
Hallelújacc (Loflð Drottinn).
Við erum systkin frelsarans, hann er
bróðir okkar, Guð er faðir okkar vegna
hans.
Hugsið nú um þetta. Guð vildi vera faðir
okkar allra. Almáttugur Guð, skapari him-
ins og jarðar, vildi verða faðir okkar.
Vegna þess sendi hann sinn elskaða son
og lét hann fæðast af fátækri mey, til þess
að hann skyldi verða frelsari okkar.
Og frá hverju? Frá syndinni, því að
með allri synd óvirðum við Guð.
En Guð sendi son sinn til þess, að við
gætum gefið Guði alla dýrðina, því að
syndin kom inn í heiminn með því að
Guði var ekki gefin dýrðin. Nú vill hann
fá allan heiðurinn aftur hjá mönnunum,
hjá hverju barni, hjá hverjum unglingi, með
þvi að senda okkur sinn eingetinn son til
að frelsa okkur frá syndinni. Ekki áttum
við það skilið, ekki höfum við unnið til
þess. Hann gaf okkur sinn eingetinn son.
Jesús er gjöf frá Guði.
Nú kallar hann til sín hvert fátækt barn
og gengur því í föður stað.
Hann lítur hvorki á fátækt né auðæfi né
heiður og hylli mannanna. Hann boðar öll-
um börnum og öllum mönnum, ungum og
gömlum, ríkum og fátækum, háum og lág-
um þetta sama:
»Yður er i dag frelsari fæddurl« hið sama
sem engillinn boðaði.
Já, dýrð sé Guði í upphæðum!«
En með þessum orðum óskum við þess
einmitt, að Guði megi hlotnast allur heið-
urinn.
Reynum nú að syngja þennan söng, eins
og við eigum að syngja hann. — Syngjum
hann af öllu hjarta.
Ef við gerum það, þá vaknar hjá okkur
löngun til að heiðra Guð réttilega.
Guð sendi okkur son sinn að gjjöf. »Svo
elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn
eingetinn son«.
Við heiðrum Guð þá bezt með því, að
þiggja þessa miklu og óumræðilega dýr-
mætu jólagjöf okkar himneska föður.
En nú kunnið þið ef til vill að spyrja?
Hvar er Jesús, svo að við getum tekið á
móti honum?
Munið þið ekki, hvernig hirðarnir í Betle-
hem tóku á móti honum? Þeir fóru til
Betlehem til að sjá það, sem gerst hafði,
og engillinn hafði sagt þeim frá.
Og þegar þeir voru búnir að finna barn-
ið í jötunni, þá snéru þeir aftur og lofuðu