Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 14
134 HEIMILISBLAÐIÐ ím&tjxmguvinn, (Jólasaga) ARS PILEGAARD átti vænan gæsahóp. Pær voru allar fullar og feitar, því að þær höfðu átt góða daga, og þær vissu líka af því. Þær voru hnakkakertar og gleiðar til að sýna, að þær lifðu í allsnægtum. Einu sinni rétt fyrir jólin, þá rakst ein þeirra á eitthvað kringlótt; þessa kringlu gleypti hún óðara, því að hún hélt að þetta væri eitthvert fyrirtaks sælgæti. Hefði hún ekki verið gæs, þá hefði henni verið ofboð hægt að sjá, að kringlan þessi var t v í- eyringur, og þá líka jafnframt, að pen- ingar geta verið mesta hnoss, þó að þeir séu ekki hafandi til matar. — Og ofan í maga komst tvíeyringurinn heldur ekki, þvi að þegar hún ætlaði að kyngja honum, þá sat hann fastur i hálsinum og gekk hvorki upp né niður, hvernig sem hún fór að. Gæsin ætlaði að reka upp garg, en hún gat engu hljóði upp komið. Og í þeim sömu svifum kútveltist hún og teygði fram álkuna, eins og forvitnu fólki er tamt að gera. En for- vitin var gæsin alls ekki, því að hún var komin í dauðann, og þegar hún var búin að bylta sér svo sem tvö skref áfram, þá lá hún steindauð. Pá kom Lars Pilegaard í einu hendings- kasti á tréskónum sinum. Hann sá, að ekki var alt með feldi með gæsina. En hvað hann hlammaðist áfram til þess að bjarga, góðu gæsinni sinni! En það dugði ekki, hann varð samt of seinn. »Eg get ekki skilið i þessu«, sagði Lars, »hvað skyldi ganga að gæsinni?« Hann klóraði sér bæði í skegginu og í höfðinu, en hann varð ekki gáfaðri fyrir það. Hann slátraði þá gæsinni og það var nú hægðarleikur, þar sem hún var þegar dauð. Svo bar hann gæsina inn til konu sinnar. Hún átti að reyta hana, og lét hún ekki segja sér það tvisvar. Hún sat nú og velti gæsinni fyrir sér á ýmsar hliðar. En þá datt tvíeyringurinn fram úr gæsinni og glamraði í gólfinu. »Hvað var nú þetta?« sagði konan og féll svo í stafi af undrun, að hún sló sam- an höndunum og gleymdi alveg að hugsa um gæsina. Gæsin hlammaðist niður á gólfið rétt hjá tvíeyringnum. Lars var úti á þreskiláfanum og heyrði dynkinn og kom þjótandi inn. »Hvað gengur á?« hrópaði hann. »Pað veit eg ekkí«, sagði konan, »en það datt eitthvað úr gæsinni og í þeim sömu svifum misti eg hana úr keltu minni«. »Já, eg sé það«, sagði Lars, »svona skaltu alt af vera!« Svo varð hann að hafa fyrir því sjálfur að taka upp bæði gæsina og tvíeyringinn. »Hún hefir þó víst ekki meitt sig«, sagði konan og klappaði á feita bakið á gæsinni. Lars stóð og nuddaði peningnum við buxur sínar upp og niður og bar hann svo upp við Ijósið annað veifið. Hann var all- ur fagurgrænn að heita mátti og ákaflega ellilegur. »Eg held hann sé frá dögum Sveins kon- ungs Tjúguskeggs«, sagði Lars. »Það getur svo sem vel verið«, sagði kona hans, því að öllu trúði hún, sem maður hennar sagði. Nú kom vinnuuiaður þeirra inn til kvöld- verðar. »Langar þig til að sjá fágætan pening?« sagði Lars. »Hann er frá dögum Sveins konungs Tjúguskeggs«.| »Nei, er það satt«, sagði vinnumaðurinn forviða. Hann gat nú ómögulega komið því íyrir sig, hver þessi Tjúguskeggur kon- ungur hefði verið, en var samt á því, að peningurinn væri mjög gamall. Hann tók nú peninginn og klóraði dálitið af honum með nöglinni og skoðaði hann svo. »Þetta er ekkert nema tvíeyringur» sagði hann.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.