Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 20
140 HEIMILISBLAÐIÐ »Það sést alveg upp til himins«, sagði litla telpan. »Heldurðu það ekki mamma?« »Jú«, svaraði hún og spenti greipar, »Guð sér alt«. 1 þessum sömn svifum var hurðin opn- uð i hálfa gátt, rétt svo, að hægt var að stinga gæs inn um gættina. Og þegar gæs- in var komin inn, þá var hurðinni lokað aftur. En hvorug þeirra mæðgana varð þess vör, að það væri Lars, sem gerði það. Hann sáu þær ekki. Móðir litlu telpunnar rak svo i stanz þegar hún sá gæsina, að hún gat ekki staðið upp undir eins. En telpan litla hljóp óðara til og klappaði gæsinni. »Eg kannast vel við hana«, sagði hún; »en eg get ekkert bolnað í þvi, hvernig hún hefir getað flogið hingað sjálf, því að ekki er eín einasta fjöðör á kroppi bennar?« En þegar minst varði, hoppaði hún upp og klappaði saman lófunum af gleði. »Nú skil eg, hvernig í öllu líggur, mamma. Það er Drottinn, sem hefir sent okkur hana!« Mamma hennar brosti gegnum tárin, sem stóðu í augum hennar. Hún klappaði litlu telpunni sinni á vangann og kinkaði kolli til hennar. Jólakertið stóð í glugganum og skein eins og smásól væri. Já, nú voru jólin komin! Lars fór nú til baka. Nú varð honum hægra um ganginu, þvi að nú þurfti hann ekki lengur að burðast með gæsina. Og hann var svo himinlifandi glaður, að hann hefði farið að syngja ef honum hefði verið gefið það. En söngrödd hafði hann aldrei haft neina. Lars kom ekki heim fyr en um hátta- tíma. »Tókstu mikið fyrir gæsina?« spurði kona hans. »Já, þú mátt nú nærri geta«, svaraði Lars, »hún fór sömu leið og tvíeyringur- inn. Aldrei hefi eg á æfi minni komist að betri kjörum fyrir jólin«. Uppi yfir húsinu hans skein fögur stjarna á himninum. Lars kinkaði kolli til henn- ar, eins og góðs vinar. Hún minti hann á jólaíjósið litlu, fátæku telpunnar. — Ælfintýri Mortensens gamla. UMPEL bankastjóri bjó við auð og allsnægtir i fögru og stóru húsi í Kaupmannahöfn. Uppi yfir aðaldyrum húss- ins stóð svolátandi auglýsing með stóru letri: »Alt betl og umferð á tréskóm við aðal- dyrnar er stranglega bannað«. Það var aðfangadagur jóla, þegar þetta æfintýri gerðist. Hann Mortensen gamli var á ferðinní. Hann var umrenningur. Hanu var ógn garmalegur, Fötin gatslitin og stagbætt. Hann var ógn stirðui og hægfara og auð- vitað kaldur og glorhungraður. Þarna var hann að staulast áfram í vetrarhúminu og í kargadrífu á einhverri helzlu götu borg- arinnar. Hann nemur staðar fram undan húsi Humpels bankastjóra. Þar var verið að syngja jólasálminn. Það var orðið skuggsýnt, og karlinn var nærsýnn og sá ekki auglýsinguna yfir aðal- dyrunum. Hann staulast upp tröppurnar og sér þá nafn bankastjóra á hurðinni. Hann hringir stutt og varlega, þrifur ofan hattinn og biður þess að lokið sé upp, en enginn kemur. Ivarl hringir þá aftur. Þá er aðaldyrahurðinni lokið upp. Það var Hum- pel sjálfur, sem lauk upp. Humpel spyr, hver þar færi. »Gleðileg jól!« svaraði Mortensen með meslu hógværð. »Yitið þér ekki, að hér er yður bannað- ur aðgangur?» sagði Humpel. »Jú-ú«, sagði karl dræmt. »Eg gæti sagt lögreglunni til yðar, en af því að........«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.