Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ
141
Þá tók drengur fram í, sonur Humpels,
°g sagði:
»Nei, sko gamla manninn! Eigum við
ekki að gefa honum súkkulaðsmola, pabbi!«
»Eigðu sjálfur súkkulaðið þitt, drengur
*ninn«, sagði Humpel og
leit föðurlega til sonar síns.
Heldur blíðkaðist Humpel
v*ð þetta og spyr Mortensen:
»Hvar eigið þér heima?
k-igið þér hvergi vísan nátt-
stað?«.
Mortensen hristi höfuðið
heldur dapur í bragði.
»Veslings gamalmenni! Já,
mikið er víst til af ueyðinni
°g volæðinu hérna!«
En hann hristi nú samt
af sér þettá hugarslangur og
sagði. »En af því að nú er
jólakvöld þá ætla eg ekki
að segja lögreglunni til yðar.
Og nú skuluð þér sjá . . «.
~~ Siðan þreif liann ofan í
Vasa sinn, fullan af smá-
Peningum, og lók fimmeyr-
lng úr þcim sjóði og fékk
Mortensen og sagði:
»f*ú skalt þó að minsta
kosti ekki synjandi frá mér
fara. Gerðu nú svovelkarl-
tetur! En kauptu þér ekki
krennivin fyrir aurana!«
Að svo mæltu skelti
Humpel hurðinni í lás á
eftir sér.
Mortensen stakk fimm-
eyringnum á sig, en það
kom að litlu haldi, þvi að
allir vasar hans voru gauð-
^nir. En fimm aurar voru sama og ekkerl.
Hað var ekki fyrir einum bolla af kaffi;
hann fékst ekki fyrir mínna en 15 aura.
Mortensen gamli staulaðist nú ofan tröpp-
Urnar aftur og eitthvað út í bláinn, þvi að
hann átti sér hvergi vísan stað. En nú var
{°rninn blindbylur og nú lét hann sig bera
eitthvað undan veðrinu, þangað til hann
kemur enn að húsdyrum. Hann staulast
upp á tröppurnar og sezt á efstu tröppuna
og hallar sér upp að hurðinni, þreyttur og
máttvana af hungri.
Ilann sofnar þarna óðara og vaknar víð
það, að hár og grannvaxinu maður er að
reyna að vekja hann. Hann kallaði nú til hans.
»Heyrirðu ekki, hvað eg er að segja,
gamli maður! Þú gelur þó ekki setið og
sofið hérna í nótt. Þú ættir heldur að reyna
að staulast heim til þin!«