Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 9
IIEIMILISBLAÐIÐ
125’
á margar tungur. — Michael var jarðaður í
Krosskirkju hinni helgu í Florenz. 1 peirri
borg, listamannaborginni miklu, dvaldi hann
um 42 ár af æíl sinni.
Michael Angelo hefir n.ú vcrið lýst í fáum
orðum og verkum lians. En eins og »verkið
lofar meistarann«, svo sýnir [)að líka, hvernig
meistarinn heíir verið.
Öll listaverk hans eru mikilfenglég og ægi-
fríð. Bað á sér rót í skapferði hans. Hann er
einn af peim, sem »vildi gerast afbragð eða
hreint ekki neitt«. Keppinauta gat hann illa
polað. Honum þótti Rafael t. d. skyggja á
niálarasnild sína. Pegar Michael var að læra
hjá Bartold, pá lenti honum saman við einn
af skólabræðrum sínum, Pétur Torrigiani;
ílugust þeir á að lokum, og svo fór, að Mi-
cliael nefbrotnaði,. og bar hann pess menjar
alla æfi síðan og lýtti hann stórum.
Af þessu má ráða, að Michael var ofsa-
maður í skapi; iná ráða það skapferli hans
af myndunum, jafnt höggnum sem máluðum;
þær cru engar smáfríðár. Og þá verður líka
skiljanlegt, að hótanir og bölvanir lögmálsins
urðu honum skapfeldari en fyrirheit þess og
blessanir. — Hann hafði víkingslund.
Um trúarlíf hans vita menn fátt að segja,
annað en það, sem verkin sýna. En mjög er
líklegt, að trúarandagift sú, sem þar kemnr
fram, hafi verið persónuleg. Víst er það, að
liann unni kirkju sinni heilum liuga, því að
ekkert vildi hann þiggja fyrir starf sitt við
múrhjálminn. Pað verk kvaðst hann eingöngu
vilja gera »Guði til dýrðar«. Og í erfðaskrá
sinni, eða sálugjafarbréfi, segir hann: »Eg
fel önd mína Guði á hendur, líkamann jörð-
unni, eignir mínar nánustu ættingjum. Eg
ræð þeim og vinum þeirra til að minnast iðu-
lega pinu og dauða frelsarans«.
Og eitt er víst, að þar sem trúarleg anda-
gift getur komist að í verkum hans, þar nær
list hans hámarkinu. —
Andi Michaels var djarfur. Sagt er,.,að hann
hafi höggvið út rnynd, sem átti að tákna Guð
sjálfan. En er hann stóð frammi fyrir mynd-
inni, þá var sem hann félli í stafi, og hugs-
aði á þessa leið: »Guð skapaði hinn fyrsta
mann úr mjúku efni, en nú er hann orðinn
harður eins og steinn«. Pá hrópaði hann upp:
»Guð, þú mikli myndhöggvari! Eg er steinn-
inn. Beittu nú hamri þínum og meitli við
mig. Högg þú mig út, og ger mig mjúkan
eftir þinni mynd og líkingu«.
Pessi orð liins mikla myndhöggvara eru
eftirtektarverð. Iíann flnnur, að skap hans er
ekki að Guðs vilja, og biður því Guð að
gefa sér auðmýktina — lunderni Krists.
»Smámunir gera hvern hlut fullkominn, en
fullkomnunin er engir smámunir«.
Michael Angelo.
Fósturjörðin.
l>ú fylyir mér, módir, um fjarlœgdir vega,
í fjölmennis glaumi ag einveru trega.
1 .brimum á liaustin, í blœnum á vorin
er bragur píns hjarta í eyra mitt skorinn.
Pú skín mér í almaitti unaðs og harma,
með eldinn í hjarta, með snœinn um hvarma.
í nútid og framtíd, um eilífðir aldu,
pú ávaxtar skattinn, sem synirnir gjulda.
Að fórna pér, móðir, er frægð pinna barna,
pví fylkjum vér traustast, er stormarnir harðna.
l‘ín bláfjallaströnd skal í heiðnkju hœkka,
í handskjóli Guðs, pegar mennirnir stœkka.
Jón Magnússon.
Staka.
M vinnur og þakkir viltu ta,
en veröld er treg að gjalda;
en augu Guðs vaka og verk þitt sjá,
og vörð yfir öllu halda.
•---•-=»«<>-•-