Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 137 Búddha-spekin og kristin- dómurinn Búddha er sannnefndur erindreki fullkom- ins guðleysis. Samkvæmt boðskap hans er enginn Guð til. 1 stað Guðs setur hann blint orsakalög- mál, Karma. Letta lögmál á að ákveða rétt- látlega forlög manna, eftir góðum og vondum verkum þeirra. Enginn getur umflúið hið ósveigjanlega vald þessara forlaga. Par á við orðtakið forna: »I5igi má sköpum renna«, eða: »Eigi tjáir að brjótast við forlögin«. En postuli Krists kallar til allra þeirra, sem eru lærisveinar hans: »Pér haflð ekki fengið þrældómsanda aftur til hræðslu, heldur haflð þér fengið anda son- arkenningar, sem vér köllum í: Abba, faðir!« Og Jesús segir sjálfur: »Faðir yðar veit, að þér þarfnist þessa«. Hann kennir, að Guð sé fadir mannanna. Búddha heldur fram fagnaðarlausu bölsýni, telur líf mannanna vera þjáningu og ekkert annað, telur það vera æðsta mið og lausn mannanna, að losna við lífsþjáninguna. Hann afneitar lífinu, og hámark þeirrar afneitunar er Nirvana, að maðurinn hverfi með öllu, Kristur leitast þar á móti við að beina sál- um mannanna að hinu háleita, mikla tak- marki, sem hann nefnir einu nafni: Guðsríki. »Leitið fyrst Guðsríkis«, býður hann. Búddha' telur það æðst allra gæða, sem verða má til að deyða líflð. Verði einhver hrifinn af fegurð, af þekkingu, af ættjarðar- ást, þá telur hann það synd. Fyrirmyndin, sem hann leiðir mönnum fyr- ú' sjónir, er förumunkurinn, sem yfirgefur heimili og ættmenn, hafnar heiminum og sekkur sér aðgerðalausum niður í það, að brjóta heilann um Nirvana. Kristur vill þar á móti, að mennirnir starfi og vinni fyrir sér, meðan dagur er, og stuðli þegar hér á jörðu að eflingu Guðsríkis. »1 aðir minn starfar, og eg starfa einnig«, segir hann. Búddha kennir, að allir menn séu jafnir, því að þeir séu allir jafnvolaðir og andvarpi undir forlögum sínum, allir jdjóti þeir að sukkva niður í djúp hinnar almennu mann- kynsneyðar. Kristur kennir, að allir menn séu jafnir, af því að þeir séu allir Guðs ættar, og það sé hin háleita ákvörðun þeirra, að líkjast Guði, því þeir séu skapaðir í mynd hans. »Verið því fullkomnir, eins og faðir yðar á himnum er fullkominn«, segir hann. Búddha-spekin og kristindómurinn eru því svo ólík, sem framast má verða. Pað tvent er engin leið að ríma saman. — Búddha- spekin er dauðans trú, þar hnígur alt niður í dauðaþögn og ekki neitt. Kristindóinurinn er trú lífsins, hins eilífa lífs; í þeirri trú eig- um vér að berast áfram frá einni dýrð til annarar. Postuli Krists segir: »En allir vér, sem sjá- um endurskinið af dýr'ð Drottins, með óhjúp- uðu andliti, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar«. »IIver sem á mig trúir, hefir eilíft líf«, segir Jesús. En Búddha kennir: »Hver sem fylgir kenn- ingu minni, öðlast að lokum eilífan dauða, — verður ekki framar til«. En hvað það er huggunarlaus boðskapur! Eftir því ætti það að vera sælan mesta, að þekkja ekki tilgang lífsins, finna enga hugg- un í andstreyminu, hafa engu að treysta, er háska ber að höndum, og hafa: enga von við aðkomu dauðans. Pýzki heimspekingurinn Schopenhauer ruddi Búddha-spekinni til rúms í Pýzkalandi. Grund- völlur heimspekistefnu Schopenhauers er Búddha-spekin. Hann setti orsakalögmálið, Ivarma, í staðinn fyrir persónulegan Guð, neitaði tilveru sálarinnar, kvað lífið vera þjáningu eina, þessi heimur væri hið versta, sem hugsast gæti, og endirinn síðasti væri Nirvana, eða eilíft tilveruleysi. Peir Edvard v. Hartmann, Nietzche og fleiri heimspekingar fetuðu svo í fótspor Schopen- hauers. Tónskáldið Richard Wagner hallast líka að þessari stefnu í söngleikjum sínum, t. d. »Tristan og Isold«, og »Parsifal«. Wag-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.