Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 18
134 HEIMILISBLAÐIÐ Vespasían se’tti herbúðir sínar fast við múrana. Blikaði þar á hvít tjöld og- mislita fána í sólskininu. Marcellus var á gangi í forsælu undir pálmalundi og virti fyrir sér landið umhverfis með aðdáun og hrærðum huga. En hjarta hans barðist þó ekki af fegurð náttúrunnar né 'heldur af því, að horfa á hinn f jörlega undirbúning hersins né af voninni um frægð- arorð fyrir hreystilega framgöngu. Nei, allur hugur hans dvaldi við liðna daga og honum komu í hUg þeir atburðir, sem þá höfðu gerst á þessum fögru ströndum. Þá voru pálmalundar þessir fyrir hug- skotssjónum hans fullir af Galileumönnum, bændum og óbreyttum fiskimönnum, körlum og konum og börnum, allir hlýddu þeir á hann, sem stóð mitt á meðal þeirra, með þögn og athygli, og allra augu voru á honurn. Enginn geislabaugur var um höfuð hans, engin himnesk birta skein af honum, hann var eins og aðrir menn — og þó svo ólíkur þeim! Há- tignarró hvíldi yfir honum og guðleg mildi og misk- unn skein af ásjónu 'hans; að því var hann gagnó- líkur öllum þeim, sem með honum -voru. Af vörum hans hljómuðu náðarrík og áhrifamikil orð, svo full speki, kærleika og miskunnar, að Marcellus hrokk upp af vökudraumi sínum og hrópaði: „Sannlega hefir enginn talað eins og hann! Ó, þú blessaði Jes- ús. Eg vildi að eg hefði fengið að sjá þig á jörðu hér og búið eins og fátækur fiskimaður á þessum ströndum, svo að eg hefði getað heyrt raustu þína, fetað í fótspor þín, þjónað þér og gengið í dauðann með þér!“ Svona hugsaði hinn ungi kristni maður, svona lýsti hann tilfinningum sínum. Margir einlægir kristnir menn hafa orðið gripnir af sömu tilfinningu, er þeir mintust jarðvistardaga frelsarans. Þeir hafa íurðað sig á þeirri hjartans harðúð og vantrú, sem þeir sýndu, er sáu kraftaverk hans og heyrðu orðin hans og meira að segja sumir úr hópi þeirra, sem hann hafði valið sér til handa og nutu þeirrar ham- ingju, að vera förunautar hans og vinir. „En sá, sem þykist standa, gæti að sér, að hann falli ekki“. Hefðum vér verið aldir upp eins og Gyðingar í þá daga, við hleypidóma og villukenningar, þá er ekki víst nema vér hefðum útskúfað Messíasi, fátækum og lítilmótlegum. Gætum að oss, að vér afneitum eigi frelsara vorum, þótt vér höfum fengið kristilegt upp- c-ldi og ljós 'fagnaðarerindisins inn í líf vort. skeljar, fann í einni skelinni perlu, sem var 2000 króna virði! Gaman væri að fmna eina slíka perlu í einhverri öðunni eða krækl- ingsskelinni hérna. Þegar síðasta inanntal fór fram á ítalíu, þá kom það upp úr kafinu, að meira en 13 miljónir kunnu hvorki að lesa né skrifa, þó fullorðiö fólk væri. Enskur vísindamaður hefir veitt því eftirtekt, hvernig dýrin þola sjóferðir, og komst að raun um, að tígrar þola sjóinn verst, því næst hesturinn og fíllinn. Þar á móti líður uxanum vel á sjóferðum, og ísbirninuin líður blátt áfram ágætlega á sætrjánum. Pað er fullyrt, að glóepli (appel- sínur) sjúgi mjög í síg andrúmsloftið, sérstaklega blóðappelsínur. Séu þær settar í herbergi, þar sem laukur er fyrir, þá er komin lauklykt af þeiin eftir fáa daga. Svo mikið vex af hnottrjám á jörö- unni, að hneturnar af þeim eru nægi- legt viðurværi handa öllum íbúuiii jarðarinnar. 1 Brasilíu einni er svo mikil gnægð af hnetum, að á hverju ári fara inargar miljónir púnda til ónýtis. I Danmörku bar svo til einu sinni úti á Sjálandi, að fuglar nokkrir gerðu sér notaleg hlý hreiður í vösunum á — fuglahræðunni! Borgarstjórinn í Briissel í Belgíu samþykti einu sinni að setja stórar hlífar úr zinki kringum götuljóskerin; undir þeim hlífum áttu svo lögreglu- þjónarnir að fá skjól fyrir regni og kafaldsbyljum, þegar svo bæri undir. Á Láglandi í Danmörku var fyrir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.