Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 16
132
HEIMÍLISBLAÐIÐ
borg, samveíkamanns Páls postula; hafði Klemens
fyrst verið forstöðumaður safnaðarins í Filippiborg,
en fluttist síðar til Rómaborg-ar, varð þar seinna
biskup og dó á þriðja stjórnarári Trojans keisara
<103 e. Kr.).
' Marcellur og Javan hittast.
Rúfus gat þess í bréfi sínu að Jósefusi hefði verið
grið gefin og væri hann nú í varðhaldi hjá Rómverj-
um. Skundaði þá Zadok til öldunganna að segja þeim
þessi tíðindi.
Fregnin barst óðfluga um borgina. Þeir, sem búnir
voru að harma Jósefus dauðan, fyltust nú sárustu
gremju út af því að hann skyldi ekki heldur hafa
látið lífið en lifa að hinum löndum sínum föllnum,
er látið höfðu lífið með hreysti. Sumir kölluðu hann
raggeit, sem eigi hefði haft hug til að láta lífið með
sæmd, aðrir kölluðu hann föðurlandssvikara. Urðu
þessi afdrif Jósefusar þeim ný hvöt til að veita Róm-
verjum mótstöðu af fremsta megni.
Þeir þráðu nú að þeir fengju að sjá herfána Ves-
pasíans blakta utan veggja borgarinnar; voru þess
fullvissir, að enginn her gæti staðist vígahug þann,
sem bjó í þeim svo alment, og þess yrði ekki langt
að bíða, að þeir gæti svalað reiði sinni í blóði fjand-
manna sinna fyrir alt það tjón, sem þeir hefðu beðið.
En Vespasian gaf þeim ekki færi á að fá þessari
léttúðugu þrá sinni fullnægt. Erfitt er að gera sér
grein fyrir, hví hann lét ekki þegar til skarar skríða
og settist um höfuðborgina. Það er víst, að hann
gerði það ekki og gaf flokkunum andstæðu í Jórsöl-
um tóm til að veikja viðnám sitt gegn Rómverjum
með innbyrðis illdeiium. Vespasian gisti Agrippa
konung í Cæsarea og hélt svo þaðan (frá Miðjarðar-
hafi) til Cæsarea Filippi í norður-Galilea; þar lét
hann her sinn hvíla sig og hressa í 20 daga.
Síðan lagði hann af stað til Tiberias og Taríkoa til
að slökkva þar uppreistareldinn. Þessar tvær borgir
í Galileu voru tilheyrandi Agrippa konungi, en lítið
bar á því, að þær væru fúsar til að gefa sig á vald
Rómverja. Þeir í Tiberías gáfu sig þó fljótt á vald
þeirra, en uppreistarforingjarnir þar flýðu til Tan-
kæa, því að þá borg hafði Jósefus víggirt rammlega.
Her Rómverja settist nú um þá borg og bjóst til
atlögu. En á meðan á þeim undirbúningi stóð, þá kom
Rómverjum nýr liðsauki ungra manna, og var þeim
sjálfa sig og þekkja hann, sem kom-
inn var föllnum til endurreisnar.
Mikið er undir því komið, að þekkja
sjálfan sig —rétt. Uin það iieflr þjóð-
frægt skáld skrifað undir mynd af
sér fáein vel valin orð. Munu fáir
honum ósatndóina.
Sá sem þekkir sjálfan sig, er vel
undir það búinn, sem er öllu meira,
að þekkja Jesú.
í sjálfsþekkingunni er ekki sjúkum
manni nein hamingja fólgin, viti hann
sér engra meina bót. Illræðismannin-
um getur engin gleði verið að því,
að þekkja sjálfan sig, sjái hann sér
enga leið til að bæta fyrir brot sín
né breyta eðli sínu. Hr.æðilegur lhýt-
ur sársauki sjálfsþekkingarinnar að
vera þeim, er villir fara vegar fyrir
glapræði sjálfs sín, og sem mist hafa
vilja og getu til að finna veginn rétta.
Er sjálfsþekkingin gefur auðnuleys-
ingjanum sjónina aftur, verður hanu
sér þess meðvitandi, að liann er bú-
inn að reyra sig JilekkjUm syndugs
vana og fær þá aldrei af sér slitið.
Sjálfsþekking hefir riðið mörgum
manninum að fullu.
Sá, sem jiekkir sjálfan sig, er vel
undir það búinn, að taka á móti gjöf
Guðs — Kristi. Því sýndi Jesús sam-
versku konunni í spegilinn. Svo liróp
ar liann með guðdómlegri ástúð og
eilífðar alvöru inst í sál hennar: »Pekk-
ir þú gjöf Guðs?« 0, að þú vissir livað
þér er fyrir beztu! Ó, að þú þektir
Krist, sein kominn er föllnum til endur-
reisnar, og fengir hlut í hjálpræði hans!
Fleiri en Jerúsalemsbúar vita því
miður ekki hvað tii friðar heyrir.
Jesús grét og sagði: »Pað er hulið
sjónum þínum!«
Pekkirðu sjálfan þig? Ó, svo hverf
þú aftur! »Ef vér játum syndir vorai’,
þá er hann trúr og réttlátur, svo að
hann fyrirgefur oss syndirnar og
hreinsar oss af öllu ranglæti«.