Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ
131
Debóra hélt, að María heyrði til öðrum gyðing'leg-
um sértrúarflokki en Zadök og þess vegna helzt ekki
viljað, að dóttir sín hefði mök við hana; hún hélt, að
út af þessum samfundum þeirra Naómí og Mmdu
kynni að spinnast eitthvað slæmt og hét að þegja
um það.
Þetta var hið eina, sem Naómí hefði getað dulið
fyrir foreldrum sínum; svo var hún hjartahlý og
einlæg; hún vissi, að það mundi hryggja þau, ef
hún segði þeim þá breytingu, sem orðið hefði hið
innra með sér. En það varð nú svona að vera; hér
var um eilíft líf sálar hennar að tefla. Og ef María
hefði rétt fyrir sér, þá var það skylda hennar að
yfirgefa föður og móður heldur en hann, sem einn
gat gert hana hólpna. Henni gat ekki dulizt, að hún
var orðin alsannfærð, kristin manneskja. Og hin
blessaða von eilífs lífs, sem fagnaðarerindi Krists
hafði gert lifandi í hjarta hennar, fylti hana gleði
og sælu, er hún hafði aldrei þekt áður, og því vildi
hún ekki sleppa fyrir alla fjársjóðu veraldarinnar.
„Skyldi þá Marcellus nokkurn tíma trúa á hinn
krossfesta Jesú frá Nazaret?"
Þessi spurning leitaði fastan á hana mitt í gleð-
inni yfir því, sem hún var búin að komast eftir í
bréfi Kládíu, að hann væri ekki heiðingi lengur.
„Ætli trúarbrögðin skilji okkur ekki nú eins og
áður?“
Og jafnskjótt sem hún var orðin ein síns liðs, þá
kraup hún niður og bað hann, sem hafði upplýst
hið blinda hjarta hennar sjálfrar, að leiða Marcellus
til sömu trúar.
„Ef við hittumst, segi eg honum alt, sem eg hefi
heyrt af vörum Maríu, og ekki skal eg gleyma einu
einasta orði af því. Eða, ef nokkur leið er að því, þá
ætla eg að fara með hann til hennár. Og þar skulum
við svo sameiginlega hlusta á hin undursamlegu orð
sannleikans og þá mun hann sjá, trúa og tilbiðja eins
og eg. Það er auðsætt, að sál hans er ekki forhert,
þar sem hann öðlaðist svona fljótt trúna á almátt-
ugan Guð. Og áreiðanlega hlustar hann á orðið um
Jesú frá Nazaret.
Ef Naómí hefði vitað alt, sem Marcellus þorði ekki
að setja í bréfið, en hve hún hefði þá orðið þakklát
og hamingjusöm!
Marcellus var þá þegar orðinn alvörugefinn, upp-
lýstur og trúaður lærisveinn Krists. Hann hafði
snúist til kristni fyrir áhrif Klemensar frá Róma-
Þekkir pú Jesúm?
Jesús sagði: >Ef pú þektir gjöf
Guðs og hver sá er, sem segir við1
pig: Gef mér að drekka! pá mynd-
ir pú biðja hann«. (Jóh. 4,10).
»— en náðargjöf. Guðs er eilíft
líf fyrir samfélagið við Iírist Jesúm,
Drottin vorn«. (Rómv. 6, 23).
Við -samverska menn vildu Gyðing-
ar engin mök eiga. Að þeirra áliti
voru Samverjar syndarar mjög fram
um Israelíta, og ekki þess verðir, að
teljast í flokki hjns útvalda lýðs. —
Forðumst þá. Þeir neita óhreinnar
fæðu, orð þeirra eru vanheilög, verk
þeirra eru syndsamleg!
En Jesús »varð að leggja leið sína
um Samaríu«; ekki af þeirri ástæðu
einni, held eg, að vegurinn frá Júdeu
til Galíleu lá þar um. — i Samaríu
voru syndarar móttækilegir fyrir frels'-
arann; þar voru sjúkir menn, sem
þörfnuðust læknis; menn sem fóru
villir vegar og þörfnuðust hirðis. Þang-
að átti Jesús erindi; þar varð hann
að leggja leið sína um vegna köllun-
ar sinnar, sakir óumræðilegs kæríeika
síns. Hann leitar þeirra, sem hans
leita. Þráirðu komu hans, mun hann
ekki láta á sér standa.
»Minn matur er að gera vilja þess,
sem sendi mig, og fullkomna hans
verk«, sagði Jesús við lærisveinana,
er samtalinu við konuna samversku
var nýlokið. En hvað vilji Guðs sé
og verk, má ráða af samtalinu J»ví.
Eina erindi frelsarans til Samaríu var
það, að frelsa sálir, eins og það líka
var eina erindi hans hér í heim. —
Friðvana sál! Illýð þú á erindi frels-
ara þíns, hugleiddu livað hann heflr
í sölurnar fyrir júg lagt, að þú gætir
öðlast friðinn og sæluna í Guði!
Konan samverska fór undan í flæm-
ingi; J)ó lærði hún tvent í senn af
samtalinu við Jesú: Það, að Jiekkja