Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Side 12

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Side 12
132 HEIMILISBLAÐIÐ mátt og leit á góðverkin sín og bygði á þeim vonina um sáluhjálp sína. — Þeófílus bar miklu hlýrri huga til Kládíu. Ilún var svo hreinlynd og hlý í viðmóti og það átti svo vel við hann, sem var svo dulur. Hann gat ekki annað en dáðst að því, hve hún var hleypidómalaus, er hann var að ráðast á trú þjóðar hennar, og hve fljót hún var að skilja, hvað hann fór og kannast við að margt væri rétt af því, sem hann sagði. Það varð nú mesta yndið hans, að lesa og útlista fyrir henni heilagar ritningar og sérstaklega að benda henni á alla þá ritningarstaði, þar sem það var sagt fyrir, að Messí- as, afkvæmi konunnar, ætti að koma, sá er molaði höfuð höggormsins. Og hann las líka tíðast þá staði, þar sem sagt er frá sigri hans, að hann skyldi leggja alla óvini sína undir fætur sér. Hann var sjálfur bú- inn að fá ást á honum og tilbiðja hann í niðurlæg- ingunni, og sýndi nú Kládíu fram á, hversu hann hafi átt að þjáðst og deyja og bera synd alls heimsins, sýndi henni, hversu hann hefði verið fyrirlitinn og rækur gjör af þeim, sem hann átti að frelsa. Og síð- ast sýndi hann frarn á, að ritað væri, að hann yrði „talinn með lögbrotsmönnum“, þrátt fyrir það þótt liann þekti ekki synd og svik væru ekki fundin i munni hans. Með þessum hætti reyndi hann að opna hjarta hennar fyrir Messíasi, þeirn hinum sarna, sem hún vænti að koma mundi og búa hana með því undir aó veita viðtöku hinum litilmótlega Jesú frá Nazaret, sem spámennirnir hefðu talað um. Þegar Naómí kom heim, þá var hann ekki búinn að segja Kládíu það berlega, að hann væri fyrir löngu búinn að finna, að Jesús frá Nazaret væri sá Messí- as, sem hún hefði þráð svo innilega. En þegar Ivlá- día sagði honurn, hverja játningu Naómí hefði gjört með allri djörfung, og bað hann grátandi að sann- færa hana um villutrú hennar og fá Naómí til að ná aftur kærleika föður hennar, með því að kasta þeirri trú og glæða að nýju frið og fögnuð í húsi Zadóks prests, þá fann hann, að hann ætti ekki lengur að dylja hana þess, að hann væri orðinn sömu trúar og Naómí væri nú og dýrkaði Jesúm frá Nazaret. Þetta kom alveg flatt á Kládíu og hún undraðist stórlega, er hann sagði henni, að hann væri skírður fyrir löngu og að það væri innilegasta óskin sín, að hún opnaði líka hjarta sitt fyrir þessari sömu trú. Eftir þetta notaði Þeófílus hvert tækifæri til þess flóttann; því brá þeiin injög við, er hinn fáruenni her ruddist út úr víg- inu með mikilli eggjan. Ætluðu Indur, að peir væru nú hálfu fleiri cn áður. Riðluðust þá flokkar þeirra og veittu lítið viðnárn og flýðu út úr borginni. Borgarmenn ráku ílóttann langt upp í land; féll margt af Indum á flóttanum og margir urðu handteknir. Við þetta sneru borgarmenn heim aftur, en hershöfðingjann fann eng- inn. Varð af þessu mikill harmur með nýlendumönnum, og þótti vera útséö um bygð sína þar í landi. Þornton gamli hafði enga ró, og óðar en dagur ljómaði, kallaði hann saman alla hermenn, sem eftir lifðu, og sagði, að það væri heilög skylda þeirra, að leita liöfðingja síns og frelsa liann, því að vera mætti, að liann væri enn á lífi. Allir gerðu góðan róm að máli Þorntons, og lögðu hermenn af staö, brutust enn inn í herbúðir Inda og ráku þá á flótta, en fundu þó eigi höfðingja sinn. l’eir leituðu þann dag allan og um nóttina, sneru síðan heim- leiðis við svo búið og ætluðu Inda hefðu náð höfðingjanum og tekið hann af lííi. Þetta var þó öðruvísi en þeir ætl- uðu. Pokahontas liafði horft á bar- dagann, og tók vandlega eftir öllu, sem við bar. Hún sá Jolrn falla, og er landar hennar voru komnir á ílótta, gekk hún í valinn og fann höfuðs- mann á lífi, en lá í óviti. Hún þvoöi sár hans og batt, um, og bar hann skamt burt úr valnum; og er hann raknaði við, studdi hún hann ýmist eða bar upp með fljótinu frá borg- inni, þangað til hún koin þar að fylgsni í hellisskúta frain með ánni. Porði hún ekki að færa hann í borg- ina, því að hún bjóst við, að landar sínir kæmi aftur og legði bæinn í eyði.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.