Heimilisblaðið - 01.11.1927, Síða 22
Í42
HEIMILISBLAÐIÐ
veita þér þá sælufyllingu, sem jafnvel Jóhannes
hefir ekki fengið að reyna“.
Þá tók Kládía fram í: „En segðu mér: Hvað sáuð
þið og heyrðuð mikið af þeim ógurlegu táknum, sem
gerðust er Jesús andaðist? Eg vil gjarna heyra sjón-
arvott segja frá þeim. Faðir minn talaði einu sinni
hæðilega um höfuðsmanninn, sem sá táknin og sann-
færðist um, að hann hefði verið sonur Guðs, en liann
þekti ekki sannleikann. Nú bið eg á degi hverjum
um það, að hann megi einhverntíma játa með þeim
Rómverja: „Sannlega hefir þessi maður verið rétt-
látur og sonur Guðs“.
„Þá sagði María: „Drottinn bænheyri þig! Hver
gæti óblindaður af djöflinum, staðið undir krossin-
um og heyrt og séð, það sem höfuðsmaðurinn heyrði
og sá, án þess að hann trúi? Ægilegt myrkur hvíldi
á miðjum deginum í þrjár stundir yfir öllu landinu.
Og er öllu var lokið og Drottinn hafði heitið deyj-
andi ræningjanum Paradís, og gert ráðstöfun fyrir
harmþrunginni móður sinni og hann var búinn að
uppfylla alla spádóma, sem gengið höfðu um hann,
þá hrópaði hann hárri röddu: „Það er fullkonmað“.
Himin og jörð heyrðu þetta sigurhróp; nú var hann
búinn að færa friðþægingarfórnina fyrir synd alls
heimsins og Guð að veita henni viðtöku, skuld vor
var greidd. Síðan sagði hann: „Faðir, í þínar hendur
fel eg anda minn“, hneigði höfuðið og gaf upp and-
ann. Þá hrærðust kraftar náttúrunnar til vitnis-
burð'ar um þau undur, sem gerst höfðu. Jörðin skalf,
björgin klofnuðu, grafirnar opnuðust, fortjaldið í
musterinu rofnaði að ofan frá og niður í gegn,
Prestarnir, sem voru að musterisguðsþjónustunni,
þutu út og sögðu, hvað gerst hefði. Múgurinn, sem
safnast hafði kringum krossinn til að sjá Jesúm
deyja, varð sem höggdofa af skelfingu og snen
hljóður heim til sín.
En við, sem elskuðum hann, urðum eftir til þess
að vaka yfir líki hans. Við vissum, að hann var dá-
inn, því að við sáum rómverskan hermann stinga
spjóti í síðu hans; en við gátum ekki látið heilagan
líkama hans vera óvarðveittan í höndum óvina hans.
Sjálfar vorum við of lítilsmáttar, til að geta nokkru
til vegar komið. En Jósef frá Arimatiu, auðugur
maður, er trúað hafði á Jesúm, bar áræði til að játa
trú sína, er allir aðrir voru hugstola, og fór beint til
rómverska höfuðsmannsins og bað um lík Jesú til
Frh.
póstkröfur, þegar á árið líður, og ætti
sannarlega að vera kærkomið öllum
þeim, sem á annað borð ætla að borga
blaðið, að losna við alla fyrirhöfn
með að senda blaðgjaldið. Enda tíðk-
ast slíkt alstaðar annarsstaðar, þar
sem blöðin eingöngu eru greidd í
gegnum pósthúsin. Þetta er nýbreytni
hér, sein fólk er ekki farið að átta
sig á.
Aðeins ein kona hér í bænum skrif-
aði útgef. mjög ókurteist bréf og
sagði, að sér væri sagt, að það væri
ósvífni!! að senda póstkröfur. — Svona
getur athugaleysið gengið langt.
Eg þakka svo kaupendum blaðsins
fyrir þetta Liðna ár, og óska þeim
góðs árs og friðar.
Jón Helgason.
BræÖurnir,
sagan, sem Heimilisblaðið flutti fyrir
mörgum árum, og sem þá var sér-
prentuð, en seldist upp mjög fljótt,
er nú nýútkomin í vandaðri útgáfu
og kostar kr. 8,00 í kápu. Hún fæst
hjá öllum bóksölum og á afgreiðslu
Heimilisblaðsins í Bérgstaðastræti 27.
Beztu orgelin eru frá
Haslev-Orgel-Fabrik
Sérstök kirkju- og samkomuorgel.
Allar stærðír fáanlegar. — Borgunarskil-
málar óvenju góðir. — Allar nánari upplýs-
ingar gefur umboðsmaður verksmiðjunnar
Sigurður Guðmundsson
Pósthólf 83. Vestmannaeyjnm.
Ef þér þurfið að láta prenta
eitthvað, þá Iátið prentsmiðju Ljós-
berans gera það.
Útgefandi: Jón Helgason.
Prentsmiðja Ljósberans.