Heimilisblaðið - 01.07.1928, Qupperneq 6
80
HEIMILISBL AÐIÐ
sólskin verður í sálum okkar. Biðjum pví
góðan Guð og son hans Jesúm Krist, að gefa
okkur vilja og prek til að framkvæma þetta
mikilvæga verk, sem hefir svo mikil áhrif á
líf okkar bæði hér á jörðu og í öðrum lieimi.
Leyfum Kristi inngöngu um leið og við út-
rýmum löstunum.
Miskunnsami Guð! Yér fiökkum þér fyrir
árið sem leið og biðjum þig að blessa okkur
árið sem kemur. Blessaðu öll vor störf og
alla viðleitni vora, sem er þér þóknanleg,
sjálfum oss og öðrum til heilla. Góði Guð!
Heyr bæn vora í Jesú nafni.
------•>■»<—---
Kvöldblik.
Roðna hnjúkar hárra fjalla,
á hauður geislar skírir falla.
Ljóma ský og liljur fríðar,
ljóma engi, grund og hlíðar.
Sólin kveðju sendir drótt.
Segir: friður, góða nótt!
Blund í væran blóm hvert hnígur
á beðinn gullna, er Eygló stígur.
Búsund radda þagna ómar,
er þessi dýrðarkveðja hljómar.
1 lotning hneigi eg höfuð. mitt,
ó, herra, og mikla veldið þitt.
M. K. Einar Sigurfinnsson.
Úr brófi. frá Indlandi.
Pegar eg var heima til að taka mér hvíld
frá kristniboðsstarfinu, þá mintist eg þess oft,
að hér eystra væru rnargar eiturslöngur og
yrðu árlega mörgum þúsundum manna að
bana. Mikil verðlaun eru heitin hverjum þeim,
er fundið geti óbrigðult meðal við nöðrubit-
inu. Margir hafa leitast við að finna meðal
þetta, og bezt af þeim, sem fundist hafa enn,
er hin svonefnda Lazarus-blanda. Hún má
heita óbrigðult meðal, ef sá, er bitimí er, get-
ur því sem næst samstundis fengið þessa
blöndu. Iíonum er þá gefið inn. Að því
búnu taka tveir hraustir menn sjúklinginn og
leiða hann milli sín fram og aftur, hvað sem
hann svo kvartar um þreytu og svefn; því
iná engan gaum gefa. Hinir heilbrigðu mega
heldur eigi þreytast, því að um líf hins sjúka
er að tefla. Fai sjúklingurinn að setja sig
niður og móka og sofa, þá er dauðinn vís.
En verði honuin haldið uppi þangað til eitrið
er hætt að verka, þá er hann úr allri hættu.
Eg hafði heitið því með sjálfum mér, að eg
skykli skrifa ykkur þetta í nótt. Hitatíminn
er að byrja hér. En þá var eg vakinn upp
skyndilega. Var þá hrópað til mín og sagt,
að naðra hefði bitið mann. Eg glaðvaknaði
óðara. En maðurinn átti samt ekki heima
hérna, heldur nærri hálfa mílu héðan, og þeir,
sem kölluðu á mig, höfðu ekki komið með
liann hingað. En meðalið fengu þeir, og hlupu
af stað út í náttmyrkrið með blaktandi skrið-
ljós í hendinni. Nú er búið að láta mig vita,
að hinurn unga manni, sem bitinn var, sé
batnað.
Kristnu vinir! Hvaða meðal er það, sem
læknar nöðrubitna kynslóð? Vér þekkjum
það og vitum það af eiginni reynd. Bað er
friðþæging Jesú Krists frelsara vors. En heima
eru margir, sem enga læknishjálp hafa fengið,
og úti í heiminum eru þeir enn fleiri. IDess
vegna ríður á, að hinir heilbrigðn þreytist
ekki í björgunarstarfi sínu. Eilíf velferð sáln-
anna er í veði.
Nýjar bækur.
Á rs r i t hins ísl. Fræða-
félags í Kaupmannahöfn-
Níunda ár. Kbh. 1927—28.
Ársritið hefir ekki komið út síðan 1924.
Nú kemur þetta hefti fyrir árin 1927—28 í
þessu hefti er fyrst ritgerð eftir próf. Finn
Jónsson um hið „Konunglega norræna forn-
frœdafélag 1825—1925“, mjög fróðlegt yíirlit