Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1928, Síða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1928, Síða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 85 Þetta fór því nær alveg með vonir ísaks; engar fortölur tjáðu, varð hann því að reyna fyrir sér, hvað sér yrði ágengt við hina dómarana. En það fór á sömu leið; fæstir létu sig á gullinu ginna, flestir voru þeir á valdi Javans og heiftúð- ugir í garð kristinna manna,-og voru ósveigjanlegir. Dagarnir liðu fljótt, fresturinn var senn útrunninn, sem Þeófílusi var gefinn. Daginn eftir skyldi vera skorið úr um forlög hans. Allir hjá Zadók voru full- ir hrygðar og kvíða. Zadók hafði daglega komið til Þeófílusar, og lagði kapp á að snúa honum; en það kom alt fyrir ekki. Ilann gekk heim á hverju kvöldi hnípinn og hug- stola, en ný von vaknaði hjá honum á hverjum morgni og að hans áliti var þetta kærleiksstarf. Amazía lét bróður sinn fara þessar ferðir í friði, er hann sá, að honum var það áhugamal. Ilann þekti son sinn, vissi, að hann mundi aldrei afneita trú sinni. En samt var hann í stöðugri bænarbaV- áttu við Guð um það, að hann gæfi sér son sinn aft- ur. Hann vænti hjálpar af Guði einum og' gat sagt af alhug: Verði Guðs vilji! Kona hans beygði sig líka auðmjúklega fyrir vilja Guðs og fól honum son sinn á hendur. Öðru máli var að gegna um veslings Kládíu; hún barst fram og aftur á bárum efasemdanna. Freist- ingin var hörð, trú hennar reikaði. Hún hugsaði með sér: „Getur það verið, að sannleikurinn leiði slíkt volæði yfir þá sem játa hann af hjarta? Getur það verið vilji Guðs, að svo góður og' elskulegur maður og Þeófílus deyi smánai'dauða ?“ „Hví skyldi hann ekki hverfa aftur til bernsku- trúar sinnar og lýsa því yfir, er mundi gera oss öll hamingjusöm? Gyðingar trúa þó líka á hinn sanna Guð“. Slíkar voru efasemdaspurningar hennar og þær gat hún ekki frá sér rekið. þó að hún vissi, að þær kæmu frá freistaranum; þjáða hjartað hennar gat ekki fundið frið. Hún þorði ekki að láta þetta uppi við Naómí, heldur sagði hún Salóme allan sinn hug. Hún tók því með gleði og sagði manni sínum frá og var hann því autvitað samþykkur, og hét að færa Þeófílusi bréf þessa efnis frá Kládíu, síðasta kvöld- ið er hann kæmi til hans. Og vesalings Kládía settist niður að skrifa með hræddu hjarta og titrandi hendi. Tilfinningar henn- ar báru hana ofurliða, komu henni til að leiða unn- nýtir menn og' góðir. ef þeir gæta þess jafnan. En þar þurfa þeir leið- beiningar. l’að þarf að vekja í þeim hinn (jóda mann, hina innri þrá og áliuga til að verða það. Slíkt mundi gera margfalt meira gagn en áfengis- bann, .já, meira en þúsund bannlög. Eg vildi óska, að landsmenn vilclu . sameina sig um það, að reyna nú að koma slíkum skóla á stofn í Skál- holti. Hann þarf ekki að vera stór. Það er enda best, að hann sé ekki stærri en fyrir (>0 neinendur, nema ef undirbúningsbekkur eða reynslubekk- ur væri að auki. Ef úr honum kæmi einn eða tveir menn á ári, seui yrðu verulega nýtir menn, Öðrum til sannr- ar fyrirmyndar, siðferðisléga sterkir menn, sem berðust gegn óráðvendni og allskonar siðleysi, þá væri það stórkostlegar framfarir, meiri framfarir í þeim efnum, en nokkru sinni heíir átt sér stað á íslandi á seinustu 700 áruiri. Guð geíi Islendingum styrk og skiln- ing til þess að koma þessu í fram- kvæmd. Eg þekki ekki neina örfáa af hin- um ungu kennurum, sem nú eru í Reykjavík; en eg vona þó, að ísland eigi þá menn til í eigu sinni, að reyn- andi sé að gera tilraun til þess að koma upp fyrirmyndar-mentaskóla í Skálholti. Mér líst svo á Jón Ófeigs- son kennara, að þar muni vera mað- ur, sem gæti verið skólastjóri við slík- an skóla. Góðir menn vaxa við á- reynslu og erfið hlutverk. Auðvitað má ekki skipa neinn inann við skóla þennan, neina með samþykki skólastjóra. Eg gæti líka trúað Jiví, að Krist- inn Armannsson kennari væri mjög vel fallinn til að vinna við slíkan skóla. En væri það eigi líka ánægjulegt fyrir liina íslensku þjóð, að hið forna,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.