Heimilisblaðið - 01.07.1928, Side 13
HEIMILISBLAÐIÐ
87
„Amen“, svaraði Júdit hjartanlega og tárfellandi.
„Taktu soninn minn undir þína vernd um tíma og
eilífð og gerðu mitt ólgandi hjarta fúst til að gefa
þér hann aftur, eins og þú gafst mér hann!“
Kládía fölnaði og stóð eins og steini lostin; hún
Þorði ekki að krjúpa niður við hliðina á þeim, og
biðja með þeim. Andinn hjá þeim var svo gagnólík-
ur þeim anda, sem kom henni til að skrifa bréfið.
0, hvað hún vildi nú gefa alt til þess, að bréfið væri
aftur komið í hendur hennar. Hún bjóst að sönnu
ekki við, að það mundi hagga staðfestu Þeófilusar,
en hún vissi, að það mundi baka honum sára hug-
i'aun, og var hrædd um, að hann mundi lítilsvirða
sig fyrir það og hata.
Kládía sagði nú þeim Júdit og Naómí frá hrösun
sinni og dró ekkert undan. Hún var svo örvingluð,
að henni fanst, sem þær og Þeófílus og allir vinir
hennar hlytu að útskúfa sér og hún ætti engan frið-
stað á himni né jörðu.
Auðvitað féll þeim þungt, að hún skyldi hafa
brugðist Þeófílusi á reynslustundinni og aukið á
hug raun hans með bréfinu. En þær gátu þó með
hinum ástúðlegustu fortölum huggað hana, svo að
hún sannfærðist um, að
„hve stór sem er hin stærsta synd
er stærri samt Guðs náðarlind“.
Sannfærst um, að hún mundi finna fyrirgefningu
bæði hjá Guði og mönnum.
Nú þráðu þær mest af öllu, að geta komið þeim
hoðum til Þeófílusar, að Kládía hefði einlæglega
'hi'ast yfirsjónar sinnar við hann. En ekki var auð-
hlaupið að því. Þær áttu von á Zadók aftur á hverri
stundu, en nú átti hann ekki framar aðgang að
tangelsinu.
En Javan gat gengið þar út og inn eftir vild. Na-
°^ií ásetti sér nú að reyna að ná tali af honum og
^ hann til að leyfa sér aðgöngu á síðustu stundu,
stundu, til þess að hún fengi að tala við Þeófílus áð-
en dómur væri upp kveðinn.
Eétt í þessu kom Amazía heim. IJann var að vanda
ah hitta vini sína og leita liðveizlu hjá þeim um það,
hómararnir létu son hans lausan; en honum varð
fhkert ágengt um það, en gladdist þó af því, hve
hnilega hluttekningu nánustu vinir tóku í forlögum
eéfílusar. Nú var honum sagt frá yfirsjón Kládíu
°hr einlægri játningu hennar. Amazía kendi í brjósti
l,,ri hana, hvatti Naómí til að reyna að ná fundi Þeó-
hugrekki lians og þrautgæða í stjórn-
arbyltingunni, en Stalin þýðir stál á
rússnesku. Stalin er enginn æsinga-
maður og heldur sjaldan tölur, en. er
gagnorður, ef hann lætur til sín heyra.
Iíann er ættaður austan úr Georgíu
á landamærum Rússlands og Asíu og
er líkari Asíumönnum en Norðurálfu-
mönnum, bæði í sjón og raun (f.
1879). Mest ber á honum í lands-
málum Rússa nú á seinni tímum. Að-
almarkmið hans er að koma á sáttum
á milli rússneskra bænda og byltinga-
manna (kommúnista); er að því leyti
ólíkur öðrum ráðstjórnarmönnuin, að
hann trúir ekki á heimsbyltingu þá,
sem þeir búast við að geti komist á.
Það er búist við að Stalin verði at-
kvæðamesti maðurinn í Rússlandi á
næstu árum og að honum muni tak-
ast að koma ráðstjórninni á nýjar
brautir. —
Ahmad Mirza, eða
hinn svonefndi »kon-
ungur konunganna«,
auka-Shah-inn eða
keisarinn í Persíu,
hefir nú ekki ríki með
hönduin, en fé skortir hann samt ekki,
1 fyrra var honum steypt úr völdum,
af því honum var ljúfara að sitja í
París en að sinna ííkisstjórn heima
fyrir. Nú á hann sammerkt við aðra
þjóðhöfðingja, sem velt hefir verið af
stóli, í því, að nú á hann annað föð-
urland, og það er Frakkland. Ahmad
Mirza þykir vera lirókur alls fagnað-
ar í samkvæmislífi Parísarbúa. 1 sjril-
um tapar hann ekki minna en 12
miljónum króna og til veislufagnaðar
á skemtibústað sínum eigi minna en
4 miljónum króna. Parísarbúar laðast
að lionurn sökum þessara hluta, og
þá eigi síður því, að hann lieflr haft
með sér gimsteina, sem eigi eru minna
en 800 miljón króna virði. Einn þeirra