Heimilisblaðið - 01.03.1932, Page 2
34
HEIMILISBLAÐIÐ
þetta fann hann líka 4 ólög'ulega höggnar
líkneskjur og 8 smátöflur, er ritaðar voru
bókstöfum. Svipaðir voru þeir egipzku
helgirúnunum, en þýddu þó eigi hið sama
og þær.
Pað var þó eigi fyr en 1917, að tveim-
ur enskum vísindamönnum, þeim dr. Alan
Gardiner og dr. A. Cowley tókst að ráða
þessa gömlu leturgátu. Þeir sýndu sem sé
fram á, að Semverjar hefðu úr helgi-
mynda-frásögnunum, búið sér til raunveru-
legt letur með því að hafa helgii'únamynd-
irnar að upphafsstöfum að nöfnunum á
þeim hlutum, sem helgirúnirnar áttu að
tákna. Þýzkur fornfræðingur þýddi nú
flestar þessar gömlu leturgreinar og sýndi
um leið skyldleika Sinai-bókstafanna og
hinna ýmsu síðtri' semversku stafrófa.
Vorið 1927 sendu tveir prófessorar við
Harvard-háskólann aðra rannsóknarmenn
austur til Sinai; dvölclu þeir um stuttan
tíma í Serabit, og fundu þar þrjár nýjar
leturgreinar höggnar í grjót. Þessar grunn-
færu rannsóknir á Serabit-rústunum. sann-
færðu lærða menn í Ameríku um, að finna
mætti nýtt rannsóknarefni í rústum must-
erisins. voru þá nýjir rannsóknarmenn
sendir og komu þangað í febrúar á því
ári. Þeir fundu 20 nýjar Sinai-leturgreinar
og um 10 mikilvægar helgirúnaskrár, sem
Petrie hafði ekki rekist á,
Þessar leturgreinar benda, svo að eng-
inn vafi leikur á, til tímabils fyrir 2000
f. Kr. Þá unnu Semverjar þar í námun-
um undir stjórn og umsjón Egipta með
föstu verkamannaskipulagi. Leturgreinar
þessar segja frá því, að verkamenn þessir
hafi orðið að þræla þarna og orðið að sæta
sífeldum árásum af ræningjum í þessari
auðn og eru þar áköll þeirra til berggrænm
gyðjunnar (Malakit-gyðjunnar) um, að
hún varðveitti þessar auðugu námur fyrir
ræningjahöndum. Sömuleiðis hafa þar
fundist steintöflur, letraðar, skamt frá
helgidómi þessum. Margar af þeim eru
ekki fullritaðar. Af þessu hafa þeir ráð-
io, að þarna hafi verið vinnustöð Þe,ria’
sem letrið hjuggu, og' hafa þess kona
stöðvar fundist víðar á hæð þessari-
Af þessum rannsóknum þykir því mtí^a
ráða, því sem næst með fullvissu, að Se>a
bit sé móðurskaut eða vagga stafróf*1
seinni alda.
Á órólegTÍ stund.
Æ, ég er kveijf, og kvíði
kvala-sáru stríði
dapnrs lifs og dauða
og dögum þungra nauða.
Og ég er kveyf og kveina,
er krossburð verð að reyna,
kvarta og mögla rnikið,
er mæðu þyrlast rykið.
Og kveyfarskapur kvelur
og kvalir í sér felur,
svo vart má við það una —
mig vantar karlmenskuna!
En karlmenskan í Kristi
er kraftagjafinn fyrsti,
og öllum æ hinn bezti
og afreksverka mesti.
Því karlmcnskan hjá Kristi
sinn kjark og þrótt ei misti
alt fram i opinn dauðann
af ógnum og blóði rœuðan.
Ö, Drottinn góður og Guð minn,
því gef mér anda’ og kraft þinn,
að veitist þrek með þrótti
og þrjóti kvíði og ótti.
' Ó.