Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 4
144 HEIMILISBLAÐIÐ þeirra, eða þá að þeir fengju að öðrum kosti að vita allt um starf þeirra; sem á huldu hefði verið. 1 málsskjölum þessum finnast deili til tilrauna þeirra, sem Gut- enberg hafði gert eða haft þá þegar með höndum, því að af þeim má sjá, að Guten- berg hafði tekið við fé af Dritzehn og öðrum borgurum í Strassburg til þess að gera þeim kunna nýja list, en hefði samt sem áður eigi viljað ganga í félag við þá. Af rekstri málsins má sjá, að áhöld þau, sem hann fékk þeim voru eig'i nothæf, en hins vegar hefði G,ut- enberg varað þátttak- endur við því fyrir fram, að gera sér vonir um góðan ár- angur þegar í stað. Af þessu má sjá, að Gutenberg hefir verið hræddur um, að hann mundi verða rændur hugmyndum sínum í þessu efni, og þá jafnframt hitt, að hann hefir verið í peningavandræðum, en það átti nú aldrei af honum að ganga til æfiloka, því að altaf þurfti hann á meira fé að halda til sinna margvíslegu tilrauna. Bréf, sem geymst hafa frá 1439, sýna glöggt, hve félaus hann hefir verið; hann skuldaði þá 12 skildinga, er hann átti að greiða í víntoll, en hann gat ekki greitt þá fyr en ári síðar. Frá fyrstu tilraunaárum Gutenbergs í Strassburg finnast engar Wifar af prent- verki frá hans hendi. Það er haldið, að hann hafi þá fengist við að skera letur í trétöflur, og þá hafi sú háleita hugsun skapast hjá honum: að skera þessar töfl- ur sundur í jafnmarga parta og leturstaf- irnir voru, og setja svo alla þá sundur- lausu stafi saman aftur á ýmsa vegu svo, að marg'vísleg orð mátti letra með sömu stöfum og nota þá aftur og aftur til prenta með þeim nýjar og nýjar bækur eða blöð. Það er oft litið svo á, að prentlistu1 hafi fundist af hendingu af manni, sem ekki var að leita hana uppi. En það ei fávísleg skoðun. Hugsunin, sem lá f’' .grundvallar, var guðleg gjöf, en leiðin t’* að framkvæma þá hugsun var margbrotiu og langsótt. Það þurfti ekki aðeins a^ steypa stafi úr málmi í stað tréstafannO’ sem voru svo brothættir, heldur líka a^ smíða prentpressu, þar sem hægt væi'i að nota þessa stafi eða stíla. Ennfremu1 þurfti að finna sérstaka samsetningu lita' áhöld til notkunar við prentunina — al'r! þessa margvísleg.u milliliði, sem eru miU1 letursstafa og bókar. Ekkert vita menn nú um líf Gutenbergs persónulega, meðan han'n dvaldi í Strass- burg, annað en það, að mál var höfðað gegn honum fyrir það, að hann hefð' brug'ðið hjúskaparheiti við aðalborna Prentpressa Gutenbergs er upphafid aó hinum feiknamiklu framförum, sel" ordið liafa í prentlistaridnadinum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.