Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 155 Vei'sku skrifurum og sendi hann út ' kirkjugarðinn til þess að fá upplýsingar Urn þetta. Skrifarinn kom aftur. Sagði hann, að Vei'kamennirnir hefðu verið farnir og eng- ,nii hefði verið í kirkjugarðinum, sem hann hefði getað spurt um það. Reynolds fór að ókyrrast í skapi. Iiann Var ekki vanur því að neitt færi fram i kaenum, sem hann vissi eigi um. Dreng- Urinn hans hlyti þó að vita það. Hann Sendi eftir honum, en hann hann hafði ekkert heyrt. Hann hafði heldur ekki heyrt neitt sjálf- Ul’ — en fyrir hvern var gröfin? Hann skipaði þjóninum að spyrja kirkju- karðsvörðinn um, hverjum gröfin væri ætl- uð — »en réttu mer viskýflöskuna, áður en þú ferð«, sagði hann er þjónninn var á iiirum. Hann gat ekki skilið, hvers vegna Hessi gröf gerði hann svo órólegan., en hon- 11 ui leið nú betur, eftir að hafa fengið sér Hálítið af viskýinu, og lauk við það, sem hann hafði ætlað sér að gera. Því næst settist hann i hægindastól og •ét fara eins vel um sig eins og unt var. ^Hir fáar mínútur ætlaði hann í »klúbb- nin« og spila þar nokkrar »Bridge-rúbbert- Ur« fyrjr miðdegisverð, en fyrst vildi hann a vitneskju um hver dáinn væri. Skommu síðar kom þjónninn og kirkju- karðsvörðurinn með honum. >:>Hverjum voruð þið að taka gröf í dag?« sPurði hann kirkjugarðsvörðinn. ^Við höfum enga gröf tekið«, svaraði Piaðurinn. ^Hvað meinarðu með því? Tveir verka- ^nn voru þó að taka gröf í dag, þegar ek átti leið þar um«. Kínverjarnir horfðu hvor á annan. Jónninn sagði, að þeir hefðu báðir verið 1 kirkjugarðinum, en þar hefði engin gröf Ver,ð tekin. Heynolds var rétt að því kominn að SeS'ja: »En eg sá það sjálfur«. En hann sagði það ekki. Hann beit á jaxl og roðn- aði í andliti og átti fullt í fangi með að láta á engu bera. Kínverjarnir horfðu á hann með rólegu, skásettu augunum súium. »Farið út!« skipaði Reynolds. Undireins og þeir voru farnir, kallaði hann á þjón og bauð honum að koma með viský. Hann strauk svitann af andliti sér með vasaklútnum. Glasið hristist í hendi hans, er hann bar það að vörum sér. Þeir gátu sagt það, sem þeim sýndist, en hann sá gröfina. Enn heyrði hann fyrir eyrum sér, er grafararnir fleygðu moldinni af rekun- um upp úr gröfinni. Hvað var að honum? Hjartað barðist í brjósti hans, eins og það ætlaði að springa. Hann fann til megnrar vanlíðunar. Hann gat með erfiðismunum náð huganum sam- an. Þetta var allt vitleysa! Ef engin gröf var, þá hlaut hann að hafa séð ofsjónir. Það bezta, sem hann gat gert, var að fara í klúbbinn, og ef hann hitti lækninn þar, gæti hann beðið hann að athuga, hvort nokkuð væri að sér. Allt var eins og það var vant að vera í klúbbnum, og Reynolds varð rórra þar, og hann hafði gott af því; honum gat eigi úr minni liðið, er hann sá í kirkjugarð- inum. Hann spilaði Bridge heldur laklegar en vant var, og mótspilari hans fann að því við hann, en við það komst Reynolds í mjög æst skap. Allt í einu fann hann, að honum var ómögulegt að dveljast í klúbbnum mínútu lengur. Hann varð sjálfur að sjá, hvort gröfin var ekki þar, sem hann hafði séð hana. Hann skipaði burðarmönnum sínum að bera sig að kirkjugarðinum. Ofsjónir eiga sér ekki stað tvisvar alveg eins! Hann ætlaði að hafa kirkjugarðsvörðinn með sér, og væri um enga gröf að ræða, þá næði það ekki lengra. En ef gröfin væri þar, sem hann hafði séð hana, þá skyldi vörðurinn fá fyrir ferðina.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.