Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 13
HEIMILISBL AÐIÐ 153 Árni Jónsson, kaupmaður. Dag skal að kveldi lofa. p*ddur 25. júní 1874. — Dáinn 2. maí 1931. Saga eftir W. Somerset Maugham. Hér féll sannur lieiðursmaður, höfðingi í sjón og lund; dyggðum húinn, drenghmdaður, dáðir bar í sál og mwnd. Gcetinn þegn og góðviljaður, göfug'menni allá stumd. Góðum manni er gott að kynnast, gaifa sönn það jafnan er. Því mun líka margur %nmnast manns, sem þín, í veröld hér. Öska að mega aftur finnast, eilífð geyma í brjósti sér. Gott af sér að láta leiða, lífsins boðorð kœrt þér fannst. Sönnu þjóna, þrœtum eyða, þroska- nýtur -skeiðið rannst. Þeim, sem annars götu greiða góðviljaður, mikið vannst. Farðu vel til fegri lieima, tramhaldslifs á þroskabraut. Þar sem eilífs ceðar streyma, andinn nýja þekking hlaut. Eilífð má þig ungan geyma, alföður við Ijósisns skaut. Kjartan Öl a f s s o n. Minnigarljóoin r.1.'1 *'rna sál. Jónsson gaf höf. blaðinu í sumar. ■'•ihverntíma, nokkru eftir fráfall Árna sál. hittumst við Kiartan á götu, berst þá lát Árna S' 11 * ■ 1 tal, og gat eg þess, að mig hefði mikið jangað til þess að minnast Árna sál. í Heimilis- ^iaðinu, því að eg hefði þekkt hann um 30 ára '■fUabil og hefði„ r e y n t, hvílíkur ágœtisdreng- Ur hann var, og vinur í nauð. En svo væri það 'ft, er eg vildi vanda mig sem bezt, að þá fyndi et> ekki orð fyrir hugsanir mínar. - Nokkru síð- ai gaf hann mér þessi fallegu minningarljóð, sem eg' svo innilega þakka honum fyrir og er svo Klaður yfir að geta nú birt í Heimilisblaðinu. J. H. Enginn vissi betur en Reynolds, að hann var mikill og merkur maður. Hann var forstjóri fyrir útbúi frá miklu ensk'u verzl- unarfyrirtæki í Kína. Hann hafði unnið sig upp með dugnaði og hlífðarleysi við sjálfan sig, og með ánægju leit hann til baka á unga skrifstofudrenginn, sem hafði komið til Kína fyrir þrjátíu árum. Hann hugsaði um hið fátæklega æsku- heimili, sem hann kom frá og bar það saman við sitt núverandi heimili með hin- um breiðu svölum og ríkmannlegu her- bergjum. Hann brosti ánægjulega — það hafði breytzt til batnaðar. Hann hafði fataskifti áður hann gengi til máltíðar, hvort sem gestir voru eða ekki, og hann hafði þrjá kínverska skutilsveina. Hann var sannarlega orðinn mikill mað- ur og kærði sig ekkert um að fara heim til Englands nú, en heim hafði hann ekki komið síðustu tíu árin. Sumarleyfum sín- um eyddi hann í Japan eða Vancouver, því að þar var hann viss um að hitta vini sína frá Kína. Hann þekkti heldur enga heima. Systur hans höfðu gifst mönnum úr þeirra stétt; lágtsettum skrifstofumönnum, sem hann átti engin sameiginleg áhugamál með; honum leiddust þeir. Hann sendi systrum sínum silki í kjóla eða tekassa, og þar með þóttist hann hafa gert skyldu sína gagnvart fjölskyldu sinni. Þegar að því kæmi, að hann settist í helgan stein, hafði hann ekki hugsað sér að hverfa heim til Englands, heldur til Sanghai og kaupa sér þar hús nálægt veð- reiðabrautinni. Síðustu árin ætlaði hann svo að lifa í kyrrð og næði, við knattleik, spil og veðhlaup. En það voru nú mörg ár þangað til. Eftir nokkur ár mundi Higgins segja af sér og þá yrði hann gerð- ur forstjóri aðalverzlunarinnar í Shanghai. En hann var ánægður með kjör sín

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.