Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1914, Page 6

Heimilisblaðið - 01.01.1914, Page 6
4 HEIMILIS BL AÐIÐ inna foreldra, sem ekkert vort mein eða tjón mega vita. — Og þaS minnir okkur aftur á, hve ógnarbágt þeir foreldrar vorir eiga, ef þeir missa sínar réttmætu, heilögu vonir um okkur. Og engin föður- og móðurvon og þrá um elsk- að barnið sitt er hjartanlegri og helgari en sú, að barnið þess verði gott blessað, og sem upp- byggilegast landi og lýð. — Hugsið um og út ] þetta, kæru, ungu vinir, og reynið að láta þessar óskir og vonir ekki verða til minkunar — því að þá eiga góðir foreldrar svo hræðilega bágt, líkt og verið væri að láta okkur í gröfina. Byggið því alt á Kristi, og ofan á þann grundvöll það, sem honum er samkvæmt og samboðið. Að endingu ætla eg að vera svo hreinskil- inn, að segja ykkur svolitla sögu af mér í sam- bandi við ykkur. — Það var i haust, þegar þið voruð hér síðast á skemtisamkomu. — Þá, að morgni dags, bar mig að bæ einum hér i sveit, sem við öll þekkjum. Þar stóð þá svo á, að húsbóndinn var fársjúkur, dauðum manni líkari en lifandi að basla við að búa sig að heiman til læknisaðgerðar upp á líf eða dauða. Konan var úrvinda af raunum, og 5 óuppkom- in börn voru á vakki og gægjum kringum pabba sinn, hálf volandi og kviðafull. — Eg gerði þar, þvi miður, ekkert til gagns, en svo var mjer aumt og sárt í sinni, er eg fór það- an, að eg hafði orð á því við þann, sem með mér var, að nú mætti benda Ungmennafél. á betri skemtun en til stæði, og fallegra og sann- ara væri það nú og gagnlegra, að þeir, er nú væru að halda sér vakandi með því að kaupa sér kaffi og þessháttar að næturlagi að neita sér um þetta og leggja sjálfsgóðgerðaraurana í svolitla guðskistu handa þessu bágstadda fólki — og hefði jeg náð til þessa fundar þá stund- ina, þá hefði eg ekki stilt mig um að benda á þetta. — En þetta náði nú ekki lengra. En morguninn eftir heyrði eg þá gleðifregn, að þetta félag hefði einmitt verið snortið af sömu tilfinningu, og framkvæmt hana mjög fagurlega. — Þarna fanst og finst mér, að fé- lagið hafi þekt og elskað köllun sína. Og ein- mitt svona, eða á líkan hátt, finst mér, að öll Ungmennafélög eigi að lifa og starfa: að eyða neyð og efla velferð manna. hvaða k)rns, sem bölið er, eða gera verulegt gagn, uppbyggja, styðja, reisa, hvar sem þörf er, og til næst, eftir kringumstæðum og kröftum. Og eg lít svo á, að alt slíkt veiti þá hreinustu, hollustu og varanlegustu skemtun. Eða leið ykkur ekki vel, þegar þið í félagi höfðuð þannig unnið verk, sem bæði var góðverk og gagnsemdarverk. Jú. Þannig óska eg og bið, að. þið lifið og starfið, eða í þessum anda, og fullyrði, að því lífi og starfi fylgi frami og farsæld ykkar sjálfra og annara manna, sem með ykkur lifa. — Gefi það drottinn, og fyrir það gott og gleðilegt andlegt nýár á hverju heimili yðar og í öllu félagi yðar og víðar — eins og vér nú óskurn hver öðrum gleðilegs náttúru-nýársins komanda. Ó. V. iandnám yofí. Eftir Björnson. Vér námum land, það eign vor er. Að fornum ísa-fjötrum leystum vér frjálsa bygð mót sólu reistum, með ræktun lands og löggjöf hér. Ur grjóti þá vér gullið unnum. A gnoðum yfir sæinn runnum. Og vorsól lýsti’ upp lágnættið og leiddi hugann fram á við. Land enn með guðs hjálp vinnum vér. Hver ræktarauki’ um völlu víða, hver viðbót skipastólsins fríða, hvert barn, sem vel upp alið er, Hver hugsun frjáls, er framför greiðir, hver framkvæmd nýt, sem gott af leiðir, það landnám eru’ og viðbót við þann vörð, sem tryggir þjóðfrelsið. Br. J. þýddi.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.