Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1914, Qupperneq 9

Heimilisblaðið - 01.01.1914, Qupperneq 9
HEIMILISBLAÐIÐ 7 en frummynd Leonardos af „Bardaganum við Anghiani“ er glötuS, enda var málverkið aldrei fullgert; aðeins ofurlítill hluti þess er til, end- urteiknaður af Rubens; þar er riddarahópur, sem berst um fána. Þar sýnir hann hina ó- stjórniegustu bardagatrylling, að jafnvel hest- arnir berjast með. Mynd þessi, samanborin við sum önnur listaverk hans, t. d. „Mona Lisa“ o. fl., sýnir hvílik mótsetning gat átt sér stað í list Leonardos. Niðurl. í hGimleið. Skúldsaga eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur. Rvík 1913. Bókin er einkar vel samin, eins og alt, sem frú Guðrún skrifar, málið létt og hreint, orð- færið lipurt, og frágangur allur hinn bezti. Bókin fjallar mikið um þau málefni, sem hverjum manni ættu að vera hugnæmust — trúmálin. — Sú rænu- og dáðleysis-öld er nú vonandi liðin undir lok, að menn ekkert vilja lesa eða heyra, sem að trúmálum litur. Nú stendur yfir sú tíð, að gamla og nýja guðfræðin togast á um sæti i hjörtum mann- anna, en þessar stefnur eru einnig farnar að sviftast á í skáldritum vorum. Einar Hjörleifsson hefir byrjað, í sögum sinum „Ofureíli“ og „Gull“. Þar gerir hann þá, sem gömlu stefnunni fylgja, að miður góð- um mönnnm, en prýðir þá ílestum dygðum, er nýrri stefnunni fylgja. Þessi bók frú Guðrúnar er málsvari gömlu stefnunnar. Aðal söguhetjan, Margrét, er sveita- stúlka, sem fer ung til Noregs, og kynnist þar sérstaklega góðri og innilega trúaðri stúlku (El- ínu), og þar ásamt henni — og síðar heima í sveit sinni ver öllum sínum kröftum til að hlúa að hinum veiku og bágstöddu í orði og verki. Betur að einhverjar af ungu stúlkunum okkar vildu taka sér Margréti til fyrirmyndar, það myndi færa mikla blessun yfir þelta bæjar- félag og land, og lífið verður þeim sjálfum til mikillar hlessunar. Það er mikill munur á því, hve miklu bet- ur frú Guðrún fer með andstæðinga sina en E.. H. hefir gert, og æskilegt hefði verið. Hún lýsir prestinum, síra Birni, að vísu sem at- kvæðalitlum en vönduðum og góðum manni. Það er eftirtektarvert, þegar gamli Páll er að- tala við hann um Jesú frá Nazaret og ræðuna á aðfangadagskvöldið, hve Ijúfmannlega hann tekur öllum athugasemdum gamla mannsins. Því miður er ekki hægt, rúmsins vegna, að fara út í hin einstöku atriði bókarinnar um lýsingar eða annað þessháttar. Aðeins skal bent á það, að miklu mundi þeim aurum betur varið, sem börn og ungling- ar eyða til þess að horfa á ef ekki skaðlegar þá einskisnýtar myndir í „Bíó“, ef þeir í þess stað vildu kaupa og lesa bókina sér til skemt- unar og gagns, þar sem hún er nú líka veru- lega ódýr, 1 kr 60 aura. §ud\ón SómsoH. „Fiski-gration“. 15 kv. smjör; 15 kv. hveiti, l1/^ peli mjólk,. 4 egg, framan í teskeið salt, sykur og múskat, 1 fullur djúpur diskur af soðnum fiski vel hreinsuðum. Smjör og hveiti er bakað saman í potti og þynt út með mjólkinni. Þegar þa& hefir soðið, er potturinn tekinn af eldinum og látið kólna ofurlítið, og svo rauðurnar hrærðar samanvið, því næst kryddið og síðast hvfturnar vel þeyttar. Deigið er annað hvort bakað í móti eða í skeljum og stráð ofan á það smátt mulduin tvíbökum. Bakist í vel heitum ofni 1 klukkustund í móti, en i skeljum hálfa klukku- stund. — Borðist með bræddu smjöri. iGÍmilisráð Handahreinsun. Fólk, sem mikið er í sulli og óhreinindum með hendurnar, á samt að geta haldið þeim heilum og hreinum með hreinlæti, sem er í því fólgið að bursta og þvo hendurnar og;

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.