Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 63 an rannsóknarmanna, sem týndir voru. Og loks fundu þeir bein þeirra Seljan og Patrick 0. Higgins. Voru þau brotin til mergjar, oghöfðu þeir verið etnir af mannætum viltum. En svo fundu þeir líka þrjár borgir mikl- ar, eða rústir þeirra, frá timunum eða öldun- um löngu á undan veldi Inca-anna. En þeir réðu ríkjum í Perú, þegar Spánverjar voru þar fyrst á ferðinni og lögðu þá undir sig með svikum og refjum. En þessar borgir höfðu verið yíirgefnar fyrir 10 eða 20 þúsund árum siðan. Það var á þeim hið dásamlegasta listasmíði, víða óskemt og óhaggað í þúsundir ára. Þar voru búsgögn og vopn úr málmblöndu, sem „campi“ nefnist, en það er blendingur af gulli og silfri. Þar fundu þeir og, meðfrani hinum efri kvíslum Amazon-fljótsins, borg eina mikla og forna mjög. Voru umhveríis hana múrar háir og vandaðir og steinhlið á múrunum, ákaflega stórkostleg, og viktuðu björgin í þeim þúsundir tonna. Höfðu þeir sett stíflugarða i íljótið úr grjóti, svo að þeir gætu veitt því á land til ræktunar og í sýki umhverfis borgina til varn- ar. Þeir höfðu og reist þar kastala afarsterkan hver röðin ofar annari, eins og bekkir í lejk- húsi, eða Iiinar traustustu kastalaborgir nútímans. Þeir höfðu farið yfir fjöllin á l’lamas og burros og smáum hestum. Var þar viða ilt yfirferðar. Fjöllin 20 þús. feta há, vegir engir en skógar svo þéttir, að þar sá ekki sólu, en þeir þurftu að höggva og saxa sér braut í gegn um hann með öxurn og limhnífum (ma- chete). Svo urðu þeir að berjast við illþýði, ræn- ingja og mannætur, íbúanna indversku. Höfðu þessir að vopnum sumir eitraðar örvar, en sum- ir æfagamlar pönnubyssur. Loksins fundu þeir þjóðveg einn æfagamlan, sex feta breiðan. Ligg- ur hann um fenin, foræðin og skógarflétturnar, er hann steinlagður allur og steingarðar beggja megin. Fimtán hundruð milna er hann langur, og bygður af fornmönnum endur fyrir löngu, meðau heimurinn var ungur. Þar fundu þeir flugu eina, sem er eitraðri og banvænni en hin illræmda „tsetse“ fluga í Afríku. (Ueiœskr). Milli 50. og 60. gr. suðl. br. geta menn siglt í kringum jörðina án þess nokkurntíma að sjá til lands. Augað verður fyrst allra líkamshluta manns- ins fullþroska. Talið er, að það sé fullvaxið, þegar barnið er 7 ára gamalt. Besti osturinn, sem búinn er til i Sviss, flyzt allur út úr landinu. Það kvað varla vera hægt að fá hann þar á helztu veitingahúsum. Mikill mismunur er á þvi, hve mikið nikotín er í tóbaki. I Virginíatóbaki kvað vera 7°/0 nikótin, en ekki nema 2°/o í Havaunatóbaki. Eftir því er ekki eins skaðlegt að gæða sér á Havannatóbaki. Meðan viðgerðir á hofum í Kína standa yfir, byrgja Kínverjar andlit goðanna, til þess þau sjái ekki né reiðist röskun friðarins þar inni. Árlega er eitt um 100,000 dýraskinnum til þess að binda inn með Oxforð-útgáfu hihliunnar. í Parísarborg er stór nefnd, sem hefir það starf með höndum einverðungu, að bragða á og dæma rétti þá, sem bornir eru á horð við opinberar veizlur og hátiðahöld. Ekki er gott að fullyrða, hvort nefnd þessi er svo mjög nauðsynleg, en ætla mætti að það væri fitandi embætti að vera skipaður í hana. Amerískur miljónamæringur, er var skozk- ur að ætt, arfleiddi eftirlifandi ekkju sína að auðæfunum; en sá var galli á gjöf Njarðar, að hann setti að skilyrði að vera jarðsunginn í Skotlandi. Þegar hann dó, lagði ekkjan til Skot- lands, en á leiðinni komust ræningjar á snoðir um auðlegð ekkjunnar og stálu líki manns henn- ar. Þeir rituðu ekkjunni bréf, og heimtuðu 3 miljónir kr. fyrir að skila líki hans. Ekkjan svaraði þeim, og kvaðst skyldu greiðs þeim 1 miljón kr. Þeir svöruðu: „Þrjár

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.